Dag einn bauð Bolvíkingur Hafnfirðingi í kaffi.
Þegar Hafnfirðingurinn kom hékk miði á hurðinni, þar sem á stóð:
-Nú gabbaði ég þig. Ég er ekki heima!
Hafnfirðingurinn skrifaði þá miða sem á stóð:
-Ha, ha! Nú gabbaði ég þig, því ég kom aldrei!



Spurðu mig hvort ég sé kanína?
Ertu kanína?
Já ég er kanína. Spurðu mig hvort ég sé krókódíll!
Ertu krókódíll?
Nei, kjáninn þinn. Ég var að segja þér að ég væri kanína.



Hversu margar sneiðar er hægt að skera af heilu brauði?
Eina, því þá er það ekki lengur heilt.



Hvernig getur þú borðað egg án þess að brjóta skurnina?
Með því að láta einhvern annan brjóta hana.



Hvernig er hægt að láta egg falla einn meter án þess að það brotni?
Láta það falla tvo metra og það brotnar ekki á fyrsta metranum.



Einu sinni fór maður til læknis og sagði að konan sín væri að verða heyrnarlaus. Læknirinn ráðlagði honum að spyrja konuna sína hvað væri í matinn.
Maðurinn fór heim og spurði konuna sína hvað væri í matinn. Það kom ekkert svar. Í annað sinn kallaði hann:-Hvað væri í matinn? Þá kom heldur ekkert svar. Í þriðja sinn kallaði hann?- Hvað er í matinn? Þegar hann fékk ekkert svar við
spurningnunni fór hann inn eldhús og spurði: Hvað er eiginlega í matinn?-Í fjórða skipti, það er kjúklingur sagði konan hans.



Pabbi:- Hagaðirðu þér almennilega í skólanum í dag Helgi minn?
Helgi:- Jahá, hvort ég gerði, enda lítið hægt að gera af sér þegar maður er látinn standa út í horni allan tímann.


Ég held að ég verði að fara að selja bílinn minn.
Nú, af hverju?
Í hvert sinn sem ég legg honum í bílastæði í bænum kemur einhver lögga og
spyr hvort ég sé búin að tilkynna áreksturinn!!



Hefur þú heyrt um Hafnfirðinginn sem fór
aldrei með konunni sinni af því að hann
hafði heyrt að það væri rangt að fara út giftum konum??


Síðasta vetur, þegar hráslagalegt hafði verið um hríð, ákváðu hjón ein
að flýja vetur konung í viku og pöntuðu sér ferð suður í höf. Þannig
atvikaðist að konan þurfti að fljúga degi síðar en ætlað var en
eiginmaðurinn flaug á undan.. Þegar kallinn er kominn á hótelið rífur hann
upp ferðatölvuna og skrifar strax bréf til konu sinnar. Ekki vildi betur
til en svo að hann misritaði einn staf í adressunni og lenti bréfið hjá
ekkju einni sem nýbúinn var að jarðsetja sinn heittelskaða. Ekkjan sem rétt
var búin að jafna sig eftir athöfnina, var í þann mund að líta eftir
samúðarkveðjum þegar bréfið barst……
Þegar sonur ekkjunnar kom heim lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og
þetta stóð ritað á skjáinn:

Til: Konu minnar sem eftir var Frá: Manninum þínum sem fór á undan Efni: Er
kominn á áfangastað Elskan, Er kominn heill á húfi. Er búinn að kynna mér
allar aðstæður og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar
ferðar og bíð þín með óþreyju.
Ástarkveðjur, Þinn eiginmaður. P.S. Fjandi
heitt hérna niður frá.





Tveir piltar sem eru að taka stúdentspróf ákváðu að nota upplestrarfríið til að skemmta sér ærlega og var mikið um glaum og gaman á hverjum degi í upplestrarfríinu. Nóttina fyrir fyrsta prófið sem var sögupróf nýttu þeir til fullnustu og þegar kom að því að mæta í
prófið höfðu þeir ekki sofið í meira en sólarhring. Þeir fóru þó í skólann, ræddu við kennarann og sögðu honum að það hefði sprungið á bílnum uppi við Þingvallavatn kvöldið áður og þeir hefðu verið alla nóttina að ná í varadekk. Þeir fengu sólarhringsfrest til að hvíla sig. Þegar þeir mættu í
prófið var farið með þá í sitthvora skólastofuna, gsm síminn tekinn af þeim og þeir látnir vera einir.
Á fyrstu síðu var ein spurning sem var svona: „Hvaða ár nam Ingólfur Arnarson land (5%)?“ Þeir urðu dauðfegnir að sjá að prófið væri svona létt, svöruðu strax og flettu svo á aðra síðu
Þar var spurt: „Hvaða dekk sprakk á bílnum (95%)?“




Jónas vinur okkar, væskillinn sem hann er, ákvað að reyna að finna sér starf þar sem hann þyrfti ekki að lenda í útistöðum við fólk, því útistöður er það versta sem 50 kílóa rindill veit. Að lokum fann hann sér starf sem strætóbílstjóri, því hann var viss um að strætóbílstjórar þyrftu aldrei að stæla við farþegana.
Allt gekk að óskum í dáldinn tíma og Jónas var hamingjusamur í nýja starfinu. Þá gerðist það einn daginn þegar hann stoppaði við stoppistöð í Norðurbænum að inn kom svakalegur risi, yfir tveir metrar á hæð, með axlir upp á Akranes og handleggi og læri sem ekkert málband náði utanum. Hann ruddist inn í vagninn, starði á Jónas, greyið, og baulaði: JÓN TRÖLL BORGAR EKKI!! Síðan strunsaði hann framhjá Jónasi og settist aftast í vagninn.
Jónas var frekar svektur yfir þessari niðurlægingu, en hvað gat hann gert? Jón þessi gnæfði yfir hann eins og Öræfajökull yfir nærliggjandi sveitir og hann hefði líkast til brotið hann í tvennt ef hann hefði æmt eða skræmt.
Daginn eftir kom sami náunginn inn á sömu stoppistöð og tók aftur fram með beljandi rödd: JÓN TRÖLL BORGAR EKKI!! Og síðan settist hann aftast. Jónas skammaðist sín mikið, en aðhafðist ekkert. Nú ákvað hann, hins vegar, að tími væri kominn til að gera eitthvað róttækt.
Þegar Jónas kom heim til sín hringdi hann í forstjóra strætisvagnanna og fékk hjá honum þriggja mánaða frí. Síðan hringdi hann í heilsuræktina og pantaði þriggja mánaða massaprógram.
Nú tóku við erfiðir þrír mánuðir undir stjórn hörðustu þjálfara á staðnum. Jónas byggði sig upp, tróð í sig fæðubótarefnum og vöðvastyrkjandi vítamínum daginn út og daginn inn, þjálfaði vöðvana frá toppi ofan í tá, lærði Karate, Júdó og hnefaleika – varð, í einu orði sagt, Jón-tröll-étandi ruðningsmaskína.
Fyrsta daginn aftur í vinnunni kom Jón tröll upp í vagninn og viðhafði sín venjulegu ummæli: JÓN TRÖLL BORGAR EKKI!!
En í þetta sinn stökk okkar maður upp, tók í hálsmálið á Jóni Trölli og öskraði á móti: AF HVERJU Í ANDSKOTANUM EKKI???!!!
Jón tröll setti upp furðusvip og svaraði: Jón Tröll er með strætókort.




Kona segir við manninn sinn að hún vilji fara í brjóstastækkun. Maðurinn hennar segir þá, “ég veit hvernig þú getur stækkað á þér brjóstin ókeypis og án þess að þurfa skurðaðgerð.”
Konan spyr þá, “hvernig fer ég að því?”
“Nuddaðu bara klósettpappír milli brjóstanna
á þér,” svaraði maðurinn.
Hissa á svipinn spyr konan, “hvernig stækkar það á mér brjóstin?”
“ég veit það ekki,” svarar kallinn, “það virkaði alla vega á rassinn á þér.”