Nonni litli og öryggisvörðurinn í Smáralindinni

Nonni litli gekk inn í Smáralindina. Einn öryggisvörður var
að kenna nýjum öryggisverði starfið og sína honum
umhverfið.

Heyrðu, sjáðu strákinn sem er að koma þarna [Nonni litli],
þetta er vitlausasti drengur sem ég veit um. Sjáðu bara hvað
hann er vitlaus, segir öryggisvörðurinn rogginn með sig um
leið og hann kallar í Nonna litla.

Heyrðu strákur, hvort peninginn viltu, bréfpeninginn (500
kr.) eða gullpeninginn (100 kr.)

Nonni litli tekur gullpeninginn og gengur í burtu!

Ég sagði þér það, segir öryggisvörðurinn.Þetta gerir hann alltaf. Hann kemur hingað oft og ég prófa hann alltaf
í þessu og alltaf tekur hann 100 krónurnar í stað 500
krónunnar, og alltaf er jafn gaman að prófa hann í þessu!

Nýi öryggisvörðurinn er nú á vappi eftir ganginum og sér
hvar strákurinn er fyrir framan ísbúðina að borða ís.
Öryggisvörðurinn ákveður að spyrja strákinn hvers vegna
hann taki alltaf 100 kr. Í stað þess að fá 500 kr. sem er
miklu meiri peningur!

jú sjáðu nú til, segir Nonni litli og sleikir ísinn.
Þessi félagi þinn er búinn að láta mig prófa þetta
margoft. Hvers vegna spyrðu! Það er vegna þess að ef ég
tæki 500 kallinn þá hættir hann þessu og ég hætti að fá ís
í Smáralindinni á kostnað félaga þíns sem heldur að ég sé
svona rosalega vitlaus!

Nonni litli segir ömmu það sem pabbi sagði

Nonni litli tók á móti ömmu sinni með stóru knúsi og
faðmlagi og sagði,Ég er svo ánægður að sjá þig elsku amma
mín. Nú mun pabbi sína okkur það sem hann lofaði að gera og
það verður spennandi.

Hvað er það Nonni minn, segir amma sem var ánægð að
heimsækja dóttur sína og barnabarn.

Ég heyrði það nefnilega þegar mamma sagði pabba að þú værir að koma og pabbi sagðist þá ætla að stökkva fram af svölunum þegar þú kæmir.

Nonni litli og skólaleikritið

Nonni litli kom hlaupandi heim til sín og brosandi út að
eyrum. Pabbi, pabbi ég fæ að leika í skólaleikritinu fyrir
árshátíðina, hrópar Nonni litli himinlifandi.

Flott hjá þér Nonni minn og hvaða hlutverk færðu svo?, spyr pabbi sem var stoltur af stráknum.

Ég á að leika mann sem hefur verið giftur í 25. ár.

Æ… Nonni minn, segir pabbi dapur í bragði. Kannski næst þá færðu að leika hlutverk þar sem þú fær að tala!

Nonni litli og guð

Nonni litli kom til pabba síns til að fá ráðleggingar, eftir
að hafa verið að læra í skólanum.

“Pabbi, er Guð maður eða kona?”

“Bæði Nonni minn. Guð er bæði,” segir pabbi.

Eftir stutta stund kemur Nonni aftur og spyr pabba sinn,
“Pabbi, er Guð svartur eða hvítur?”

“Bæði Nonni minn. Guð er bæði,” segir pabbi.

Eftir þó nokkurn tíma kemur Nonni aftur og spyr pabba sinn
í þriðja sinn, “Pabbi, er Michael Jackson þá Guð?”

Nonni litli og leyndarmálið hanns pabba

Nonni litli kom til mömmu sinnar og spurði hana hvort hún
vildi gefa sér 500 krónur.

Auðvitað ekki, segir mamma.

En ég skal segja þér hvað pabbi sagði við sætu konuna á
jarðhæðinni í morgun, bætir Nonni við og mamma hans verður
þá ein eyru og hleypur að veskinu og lætur Nonna fá 500
krónur.

Jæja…hvað sagði hann við hana þessa sætu? spyr mamma
sem er mjög forvitinn.

Ég ætla að biðja þið að leggja ekki í stæðið okkar góða
mín!

Takk fyrir peninginn mamma…

Nonni litli skoðar afa sinn

Nonni litli sat í fanginu á afa sínum og skoðaði hann afar
vel. Hann skoðaði hrukkurnar, hárin á nefinu og inní
eyrunum. Nonni litli strýkur svo vangann á sér og snertir
eyrun á sér.

Afi minn, bjó Guð þig til? spyr Nonni litli.

já Nonni minn það gerði hann fyrir löngu, löngu síðan!

En segðu mér þá eitt annað, segir Nonni litli við afa
sinn. Bjó Guð mig til líka?

Já. Það er nú reyndar ekki svo langt síðan hann gerði það
karlinn minn. Bara mjög stutt síðan, segir stoltur afi.

Afi! Ég segi nú bara vá…Guð hefur svo sannarlega vandað
sig betur með mig en þig, finnst þér það ekki!