Fullorðinn bæjarstarfsmaður sem er með frekar léttar vinnuskyldur ákvað að taka til í skrifstofunni sinni um daginn. Við tiltektina fann hann undarlega silfurflösku. Hann ákvað að taka flöskuna heim og þrífa hana en hann gat ekki beðið með að taka tappann úr henni til að kíkja ofan í hana. Við það sama birtist töfradís sem segir honum að hann eigi inni þrjár óskir fyrir að hleypa sér út.


„Ég vildi gjarnan fá ískalda kók.“ Maðurinn heyrir smá þyt og kókflaska stóð allt í einu á borðinu hans svo hann var snöggur að koma með næstu ósk: „Ég vildi gjarnan vera einn á eyðieyju með nokkrum ungum og föngulegum konum.“ Aftur heyrir hann smá þyt og allt í einum var hann staddur á lítilli eyju með nokkrum fallegum stúlkum. Maðurinn hugsar sig um og ákveður loks þriðju óskina: „Ég vildi óska að ég þurfi aldrei að vinna aftur.“ Enn heyrðist þytur og maðurinn var komin í gömlu skrifstofuna sína.
Ef þú ert staddur í holu. Hættu þá að grafa!!