Nokkrir brandarar… Sumir fyndnir, aðrir ekki eins fyndnir :) Afsakið mig ef þessir brandarar hafa komið áður…

Smá þjóðremba:
Þær fréttir bárust í vikunni frá Kína að
fornleifafræðingar hefðu grafið
1.000 m niður í jörðina og fundið koparvíra. Kínversk
stjórnvöld segja að
þetta sýni svo að ekki verði um villst að Kínverjar hafi
verið búnir að
finna upp símann fyrir 1.000 árum.

Daginn eftir bárust þær fréttir frá Þýskalandi að
fornleifafræðingar hefðu
grafið 1.000 m niður í jörðina og fundið ljósleiðara.
Stjórnvöld þar í
landi og Evrópusambandið segja að þetta sýni að þjóðir
meginlandsins hafi
fundið upp stafrænar símstöðvar fyrir 1000 árum.

Í gær bárust þær fréttir frá íslandi að
fornleifafræðingar hefðu grafið
1.000 m ofan í jörðina en ekki fundið neitt.
íslensk stjórnvöld fagna þessu mjög og segja hafið yfir allan
vafa að það
hafi verið íslenskir landnámsmenn sem fundu
upp þráðlaust símkerfi.
———————————————

Síðasta vetur, þegar hráslagalegt hafði verið um hríð, ákváðu hjón ein að
flýja vetur konung í viku og pöntuðu sér ferð suður í höf. Þannig
atvikaðist að konan þurfti að fljúga degi síðar en áætlað var, en
eiginmaðurinn flaug á undan..

Þegar kallinn er kominn á hótelið rífur hann upp ferðatölvuna og skrifar
strax bréf til konu sinnar. Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði
einn staf í adressunni og lenti bréfið hjá ekkju einni sem nýbúinn var að
jarðsetja sinn heittelskaða. Ekkjan sem rétt var búin að jafna sig eftir
athöfnina, var í þann mund að líta eftir samúðarkveðjum þegar bréfið
barst……

Þegar sonur ekkjunnar kom heim lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og
þetta stóð ritað á skjáinn:

Til: Konu minnar sem eftir var
Frá: Manninum þínum sem fór á undan
Efni: Er kominn á áfangastað

Elskan,
Er kominn heill á húfi. Er búinn að kynna mér allar aðstæður og gera allt
klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með
óþreyju. Ástarkveðjur,

Þinn eiginmaður.


P.S. Ansi er heitt hérna niður frá

———————————————

Rauðhetta og úlfurinn

Einn fagran sumardag var rauðhetta að leika sér úti í garði. Mamma hennar kom til hennar og bað hana um að fara í heimsókn til ömmu gömlu sem var
veik
og færa henni blóm. Til þess að komast til ömmu þurfti rauðhetta að fara í gegnum stóran skóg, sem var heimkynni ógurlegs úlfs, en þrátt fyrir það lagði rauðhetta af stað áhyggjulaus.

Hún gekk af stað og á leiðinni sá hún grimma úlfinn sitja í runna skammt frá henni. Hún gekk þá að úlfinum og spurði hann: “Afhverju ertu með svona stór augu?”
….En þá stóð úlfurinn upp og brunaði bara í burtu!!

Rauðhetta hélt áfram göngunni en rakst svo á úlfinn í 2. skiptið. Þá spurði
hún hann: “En afhverju ertu eiginlega með svona stór eyru?”
…En þá stökk úlfurinn upp aftur og þauuut í burtu!! Rauðhetta vissi ekkert
hvað var í gangi og husgaði með sér: “bíddu afhverju er hann svona hræddur við mig?”
En hún hélt samt ferð sinni áfram þar til hún rakst á úlfinn í 3. skiptið.
Þá spurði hún hann: “En afhverju ertu eiginlega með svona stóran munn??”

…En þá hrópaði Úlfurinn: “Hvaaaað getur maður ekki fengið að skíta í
friði
hérna!!!”
———————————————

Nokkrir linkar:
http://svt.se/hogafflahage/hogafflaHage_site/Kor/hestekor.swf
http://www.madblast.com/funflash/swf/operababy.swf
http://macrom.no/kozoFlash.swf