Blindur maður villist inn á kvennabar, finnur sér stól við barborðið
og pantar sér í glas. Þegar hann er búinn að sitja nokkra stund
kallar hann í barþjóninn: - Heyrðu, á ég að segja þér ljóskubrandara?
Á sömu stundu dettur allt í dúnalogn á barnum, þar til konan við
hlið blinda mannsins segir við hann lágri röddu: - “Áður en þú
segir þennan brandara, góði minn, þá held ég að það sé réttast
af því að þú ert nú blindur - að ég fræði þig um fáein atriði:

1. Barþjónninn er ljóshærð kona.
2. Útkastarinn er ljóshærð kona.
3. Ég er 1,85 á hæð, 100 kíló og er með svarta beltið í karate… og ég er ljóshærð.
4. Konan við hliðina á mér er ljóshærð og er Íslandsmeistari í lyftingum.
5. Konan sem situr hinum megin við þig er ljóshærð og er Íslandsmeistari í vaxtarrækt.

Hugsaðu þig nú vel um, vinur. Langar þig enn að segja þennan
brandara þinn?”
Blindi maðurinn hugsar sig um andartak, hristir svo höfuðið og
segir: “Nei, ætli það. Ég nenni ekki að útskýra hann fimm sinnum.”



Tvær vinkonur fóru saman út á djammið og fóru heldur óvarlega í kokteilana á barnum. Pissfullar og flissandi á leiðinni heim í vesturbæinn þurftu þær báðar að pissa og ákváðu að klifra inn í kirkjugarð og skvetta úr henni þar á bakvið einn legsteininn. Sú fyrsta var ekki með neitt til að þurrka sér á svo hún fór úr naríunum,þurrkaði sér og henti þeim svo. Vinkona hennar var í spari undirfatagallanum og tímdi ekki að þurrka sér á djásninu og var það heppin að það var borði á kransi einum sem hún náði sér í og þurrkaði sér með. Næsta dag hittast mennirnir þeirra í boltanum og annar segir: Þær eru rosalegar þessar kjéddlingar okkar. Anna kom heim í gær nærbuxnalaus - þetta verður að hætta. Þá sagði hinn: Það er nú ekkert. Ragnheiður kom heim með samúðarkort á milli rasskinnanna sem á stóð “Frá öllum í Sorpu - við munum aldrei gleyma þér”


p.s hvernig getur þetta verið mitt eigið verk ef ég skrifa brandarana upp einsog ég heyrði þá??