Einstein deyr og fer til himna. Þegar hann kemur að Gullna hliðinu segir Lykla-Pétur við hann: - Þú ert nákvæmlega eins og Einsteinen hins vegar reynir fólk alls konar brellur til að komast hérna inn. Ég verð því að biðja þig um að sanna það að þú sért hinn eini og sanni Einstein.
Einstein hugsar sig um í dálítla stund en biður Pétur síðan um krít og töflu. Pétur smellir fingrunum og um leið birtast tafla og krít. Einstein byrjar að krota á töfluna og smám saman setur hann fram afstæðiskenningunaá töflunni. Lykla-Pétur fylgist með af aðdáun. - Þú ert greinilega Einstein. Komdu fagnandi, vinur minn. Velkominn til himna !
Næstur á eftir Einstein er Picasso. Lykla-Pétur biður um sönnun þess hver hann sé. Picasso tekur töfluna. Þurrkar út afsæðiskenninguna og teiknar hina fegurstu mynd af miklu listfengi.
Lykla-Pétur klappar fyrir honum: - Þetta er frábært hjá þér. Það fer ekki á milli mála hver þú ert, segir hann við Picasso og býður hann velkominn til himna.
Picasso er ekki fyrr kominn inn en að Gorge W. Bush bankar á dyrnar. Lykla-Pétur klórar sér í höfðinu og segir: -Einstein og Picasso voru hérna og þeir gátu báðir sannað hverjir þeir væru. Hvernig getur þú sannað hver þú ert ?
George W. lítur á Pétur í forundran og segir: - Hverjir eru Einstein og Picasso ?
Lykla-Pétur andvarpar og segir: - Komdu inn, George !
-Song of carrot game-