Efnafræðikennarinn í gagnfræðaskólanum var farinn að finna fyrir áhugaleysi í tímum svo hann ákvað að bregða út af laginu og taka einn tíma í umræður um frumefnin. Hann bað börnin um að nefna það frumefni sem þau helst vildu eiga og koma með skýringar á valinu.

Jói byrjaði og sagði: “Ég vil eiga gull. Ef ég ætti nóg af gulli, gæti ég keypt mér stóran fjallajeppa og ferðast hvert á land sem er.”

Guðrún kom næst með svar og sagði: “Ég vil eiga platínum. Það er verðmætara en gull og ef ég á nóg af því, gæti ég átt almennilegan Mercedes Benz sportbíl.”

Næst snéri kennarinn sér að Óla og spurði hann. Óli hikaði aðeins en svaraði svo: “Ég myndi velja sílikon.” Næst bað kennarinn um skýringu og Óli svaraði: “Mamma lét nýlega græða í sig tvo sílikonpúða og þið ættuð að sjá gæjana sem koma í heimsókn til hennar, sumir eru á fjallajeppa og aðrir á sportbíl.”
Ef þú ert staddur í holu. Hættu þá að grafa!!