Það var einu sinni ljóska sem ákvað einn dag að fara og kaupa sér sjónvarp.
Hún gekk inn í raftækjaverslunina og benti á sjónvarp og sagði ég ætla að fá þetta sjónvarp um leið og hún benti á eitt sjónvarpið. En afgreiðslumaðurinn sagði því miður við afgreiðum ekki ljóskur. Þá fór ljóskan heim voða fúl. Þegar hún kom heim um kvöldið ákvað hún að lita hárið á sér rautt. Svo fór hún aftur næsta dag og fékk sama svarið. Þá fór hún heim til sín og í þetta skipti ákvað hún að snoða sig. Svo kom hún í búðina næsta dag og benti á sama sjónvarpið en fékk sama svarið. Því miður við afgreiðum ekki ljóskur. Þá varð ljóskan reið og spurði hvernig í fjandanum hann vissi að hún væri ljóska þótt hún væri búinn að raka af sér hárið. Það er nú einfalt í hvert skipti sem þú kemur og segist ætla að fá sjónvarp bendir þú á örbylgjuofninn :)