Einu sinni voru þrír menn; Einn frá Wales, einn frá Englandi og einn frá Skotlandi.

Allt í einu birtist töfraandi og sagði: “Ég skal veita hverjum ykkar eina ósk. Þú skalt byrja,” og benti á Englendinginn.

Hann hugsar sig aðeins um og segir svo: “Ég vildi óska þess að það væri stór múr allt í kringum England, svona til að halda þessum helvítis Wales-búum fjarri.”

“Þín ósk er mín skipun,” segir andinn og veifar hendinni. “Búið og gert, hvað vilt þú?” sagði hann og benti á Skotann.

“Ég vill fá samskonar múr, nema mun hærri og breiðari, svona til að halda þessum helvítis Wales-búum enn betur fjarri.”

“Allt í lagi, þú færð það.” Andinn veifaði hendinni “Búið. Hvað vilt þú svo?” Sagði hann að lokum og benti á Wales-búann.

“Hvað eru þessir múrar háir?” spurði hann.

“10 metrar og 15 metrar.”

“Hvað eru þeir breiðir?”

“10 metrar og 15 metrar.”

“Ókei… Fylla þá af vatni, takk.”

——————————————

Þrír strákar koma niður í eldhúsið og setjast við morgunverðarborðið. Mamman spyr elsta strákinn hvað hann vilji fá að borða. “Ég skal fá fjandans fransbrauðið,” segir hann.

Mamman er hneyksluð yfir þessu orðbragði, lemur hann og sendir hann upp í herbergið sitt. Svo spyr hún miðjustrákinn hvað hann vilji. “Ætli það sé þá ekki meira fjandans fransbrauð handa mér,” svarar strákurinn.

Mamman verður alveg brjáluð, lemur hann líka og sendir hann upp í herbergi til sín. Að lokum spyr hún yngsta strákinn hvað hann vilji. “Ég veit ekki,” segir hann, hræddur á svip, “En ég vil alveg pottþétt ekki fjandans fransbrauðið.”

——————————————

Lítill strákur er að leika sér á ströndinni á meðan amma hans, sem er Gyðingur, passar hann. Allt í einu kemur stór alda og hrifsar strákinn með sér, langt út á sjó. Hún lítur upp til himna og kallar : “Guð, elsku Guð, bjargaðu eina ömmubarninu mínu! Ég bið þig, komdu með hann aftur!” Þá kemur önnur stór alda og skolar stráknum aftur upp á land, ósködduðum. Konan lítur upp og kallar: “Hann var með hatt!”

——————————————

Þetta þýddi ég sjálfur, sama hvað þið segið. Ég þýddi þetta héðan: http://www.bluedonut.com/100jokes.htm

Sá fyrsti er samt bara úr kollinum á mér, heyrði hann einhverstaðar.
Autobots, roll out.