þetta eru tveir uppáhalds brandararnir mínir, það eru örugglega flestir búnir að heyra þá en ég hef ekki ennþá fengið leið á þeim:O)=

sá fyrri: Nokkrir vísindamenn voru að gera tilraunir með kóngulær. þeir byrjuðu á að taka eina kónguló og slitu af henni tvær lappir. Síðan sögðu þeir: Gaktu! og kóngulóin gekk í burtu. Síðan tóku þeir aðra kónguló og slitu af henni fjórar lappir og sögðu:gaktu! og kóngulóin gekk burt. Næst tóku þeir þriðju kóngulónna og slitu af henni sex lappir, sögðu:gaktu! og viti menn, kóngulóin gekk burt! Loks tóku þeir fjórðu kóngulónna og slitu af henni allar lappirnar og sögðu: Gaktu! en kóngulóin hreyfði sig ekki. Þeir reyndu aftur; Gaktu! en allt kom fyrir ekki, kóngulóin var kjurr! Þeir hugsuðu nú málið vel og lengi og loks skrifuðu þeir á niðurstöðublaðið: Þegar búið er að slíta allar átta lappir af kónguló verður kóngulóin HEYRNARLAUS!!!



Hinn: Ljóska stendur við árbakka nokkurn og er að reyna að komast yfir ánna. Það er engin brú eða bátur og auðvitað kunna ljóskur ekki að synda. Allt í einu sér hún aðra ljósku standa hínu megin við ánna og lítur út fyrir að vera í sömu vandræðum. Fyrri ljóskan kallar þá yfir til hennar: halló, assakið, en hvernig komstu svona hinu megin? Hin kallar þá á móti: Æji kjáninn þinn, ÞÚ ert hinu megin!!!