Li Peng var á leið til Frakklands í sumarleyfi. Með honum í vél eru knattspyrnumaðurinn Maradonna og söngvarinn Pavarotti. Þeir þrír eiga það sameiginlegt að hafa allir gleymt passanum heima. Þegar þeir koma að tollinum í Frakklandi segir Maradonna við tollverðina: “Hey, strákar, ég gleymdi passanum, en þið þekkið mig alveg, get ég ekki farið inn?” Þeir svara: “Jú, ef þú getur sannað að þetta sért þú.” Tollverðirnir útveguðu honum fótbolta og hann lék glæsilegar listir með knöttinn svo að enginn vafi lék á því að þetta var Maradonna og enginn annar. Næstur kom Pavarotti og sagði við tollverðina: “Jæja, strákar, ég gleymdi passanum, get ég ekki farið inn?” Tollverðirnir sögðu honum að sanna hver hann væri og hann söng svaka Ariu fyrir þá og þeir hleyptu honum inn. Þá kom Li Peng að þeim og sagði: “Strákar mínir, ég gleymdi passanum mínum heima, en þið þekkið mig alveg, fæ ég ekki að fara inn?” Tollverðirnir: “Jah, kannt þú að gera?” Li Peng: “É.. ég kann ekki neitt!” Tollverðirnir: “Já, passar! Þú hlýtur að vera Li Peng!”