ljósku brandarar

Það var einu sinni maður að vinna í garðinum sínum þegar að allt í einu kemur nágranni hans út. Þetta var ljóshærð kona öðru nafni ljóska! Jæja hún kemur út og kíkir í póstkassann sinn og skellir honum svo strax aftur og fer svo inn. Stuttu seinna kemur ljóskan út aftur og aftur kíkir hún í póstkassan og skellir honum aftur, soldið fastar en í fyrra skiptið. Maðurinn er að deyja úr forvitni en ákveður að bíða með að spurja hana hvað hún sé að gera. Innan við mínútu seinna kemur ljóskan enn eina ferðina út alveg ógeðslega pirruð og kíkir í póstkassan og skellir honum aftur eins fast og hún gat. Þá stenst maðurinn ekki freistinguna og spyr hana hvað hún sé alltaf að gera kíkjandi svona í póstkassan.
“Það er þessari heimsku tölvu að kenna. Hún hættir ekki að segja You've got mail!”

nokkrir stuttir
Og svo nokkrir stuttir.

Af hverju tvöfalda ljóskur ekki uppskriftir?
Vegna þess að ofninn kemst ekki hærra en 350°c

Varstu búinn að heyra um Ljóshærða úlfinn?
Hann festist í gildru, og nagaði af sér 3 lappir og var samt fastur.

Varstu búinn að heyra um ljóskuna sem setti köttinn sinn í bað?
Hún er ekki en búinn að ná öllum hárunum af Tungunni sinni

Hvað sagði hægri löppin á ljóskuni við vinstri löppina?
Ekkert þær hafa aldrei hist.

Af hverju spila ljóskur ekki frisbí?
Þær verkar svo í tennurnar þegar þær grípa hann.

Af hverju sat heyrnalausa ljóskan á dagblaðinu?
Varalestur.

Hvað sagði mamma ljóskunar við hana?
Ef þú ert ekki kominn í rúmið kl.10 komdu þá heim.

Lögga stoppaði ljóskuna sem ók á móti umferðinni á einstefnugötu.
Löggan: “Sástu ekki örvarnar?”
Ljóskan: “Ég sá ekki einu sinni Indjánana.”

Læknirinn: “Taktu þessar pillu þrisvar á dag.”
Ljóskan: “Hvernig get ég tekið sömu pilluna oftar en einusinni?”

Læknirinn: “Er hóstinn orðin betri?”
Ljóskan: “Já ég er búinn að æfa mig í alla nótt.”

ekki fleiri ljósku brandarar

nokkrir

Þrjár konur lentu saman í bílslysi og dóu allar og fóru saman til

himna. Þar tók Lykla-Pétur á móti þeim og sagði: Við höfum bara eina

reglu hér og hún er sú að það er bannað að stíga á endurnar. Síðan

fengu þær að fara inn um himnahliðið og það voru endur út um allt. Það

var næstum ómögulegt að stíga ekki ofan á einhverja þeirra og þó þær

pössuðu sig eins vel og þær gátu fór svo að ein þeirra steig ofan á

eina öndina. Um leið kom Lykla-Pétur með þann ljótasta mann sem hún

hafði augum litið. Lykla-Pétur hlekkjaði þau saman og sagði: Refsing

þín fyrir að stíga ofan á önd er sú að þú verður hlekkjuð við þennan

mann að eilífu. Daginn eftir lendir kona númer tvö í því að stíga ofan

á önd og um leið birtist Lykla-Pétur með annan skelfilega ljótan mann

og hlekkir þau saman með sömu ummælunum. Þriðja konan sem hafði fylgst

með þessu öllu og vildi alls ekki lenda í því sama og þær, passaði sig

alveg sérstaklega hvar hún steig niður. Henni tókst að þrauka mánuðum

saman en einn daginn kom Lykla-Pétur með þann fallegast mann sem hún

hafði séð. Löng augnhár, massaður, grannur og allur pakkinn !!!

Hin heppna kona stundi: Ekki veit ég hvað ég gerði til að verðskulda að

vera hlekkjuð við þig um alla eilífð.

Fallegi maðurinn svaraði: Ég veit ekki um þig en ég steig á önd !!!


Nokkrir félagar eru staddir á barnum eitt kvöldið þegar einn þeirra tekur eftir ungri, myndarlegri stelpu sem situr ein við barinn. Hann ákveður að freista gæfunnar. Sér til mikillar ánægju býður hún honum að setjast hjá sér, fá sér í glas og spjalla.

Eftir drykklanga stund spyr hún hann hvort að hann vilji ekki koma með sér heim og fá sér aðeins meira í glas.

Hann þiggur það, eitt leiðir af öðru og ekki líður á löngu þar til þau liggja bæði tvö uppgefinn upp í rúminu hennar eftir atburði næturinnar.

Félaginn teygir sig í buxnavasann og býður dömunni sígarettu í eftirrétt. Hún þiggur það, en hann á engan eld og bendir hún honum á að það sé kveikjari í náttborðinu. Þegar hann opnar skúffuna sér hann, sér til mikillar undrunar, mynd af karlmanni. Smá stressaður spyr hann: “Er þetta maðurinn þinn?”

“Nei,” flissar hún og strýkur honum blíðlega.

“Bróðir þinn?” spyr félaginn og er aðeins létt.“Nei, enga vitleysu,” segir hún á meðan hún nartar í eyrað á honum.

“Hver er þetta þá, kærastinn þinn?” segir hann og er aftur orðinn áhyggjufullur.

“Tíhí kjáni bjáni, þetta er ég fyrir aðgerðina…”


Einu sinni voru 4 íþróttafélög sem voru að ferðast í flugvél…..
Það voru KR,VALUR,FRAM og VÍKINGUR
Þá sagði flugstjórinn alltí einu…flugvélin hrapar,
við verðum að losa okkur við eitthvað..
Þá sagði einn Frammarinn ég geri þetta fyrir liðið mitt,
og henti sér út úr flugvélinni…
svo leið svona hálftími,þá kallaði flugstjórinn..
Við hröpum við verðum að losa okkur við eitthvað.
Þá sagði Valsarinn ég geri þetta fyrir liðið mitt,
og henti sér út..
Svo leið klukkutími og þá heyrðist í flugstjóranum,við hröpum
við verðum að losa okkur við eitthvað.
Þá sagði KR-ingurinn ég geri þetta fyrir liðið mitt,
og henti Víkingnum út úr flugvélinni


Dag einn fór maður nokkur út í garðinn sinn og sá að það var górilla uppi
í trénu hans. Hann stökk strax inn aftur og hringdi í
dýragarðinn. Dýragarðsmenn lofuðu að senda strax górillusérfræðing á
staðinn.
Stuttu seinna kom maður á staðinn á gömlum pallbíl. Hann kom út með stórt
prik, handjárn og haglabyssu. Á eftir honum kom mjög illilegur hundur.
“Hvað á þetta nú að þýða?” spurði húseigandinn.
“Ert þú ekki sá sem er með górillu uppi í tré?” var svarið.
“Jú, en til hvers er allt þetta dót?”
“Sko… Ég klifra upp í tréð með þetta prik. Ég pota því í apann þangað
til hann dettur niður úr trénu. Þegar hann gerir það stekkur hundurinn til
og bítur hann í eistun. Þegar apinn krossleggur handleggina til að verja
sig, þá setur þú handjárninn á hann og þar með höfum við náð í górillu.”
“Allt í lagi, en til hvers er haglabyssan?”
“Já, sko… hún er til staðar ef ég dett úr trénu fyrst. SKJÓTTU ÞÁ
HELVÍTIS HUNDINN ! !”