Það var eitt sinn lítil leðurblaka…<br>
Hún var að koma eina nóttina heim í hellinn sinn, og þá sáu allar leðurblökurnar sem áttu heima í hellinum með henni að hún var alblóðug um kjaftinn…<br>
Þá hljóp líf í leðurblökurnar allar og þær urðu æstar og spurðu hvar leðurblakan hafi fundið blóð.<br>
Hún nennti eiginlega ekki að sýna þeim það, en loksins féllst hún á það. Og þá hófst flugið. Leðurblökurnar flugu yfir fjöll og fyrnindi, alveg heillengi.<br>
Allar hinar leðurblökurnar voru orðnar óþolinmóðar og spurðu alltaf aftur og aftur hvar blóðið væri og hvort það væri stutt í það.. Leðurblakan sagði þeim alltaf bara að bíða og að þær væru alveg að verða komnar…<br>
Loks stoppaði hún á fluginu og sagði “Sjáiði tréð þarna?” hinar leðurblökurnar voru æstar og sögðu “já! ”… þá sagði hin vandræðalega: “Tjah, ég sá það ekki.”<br> :)<br>
Virkar heldég betur að heyra brandarann… en fúkkitt :)