Nonni litli fimm ára var að leika sér að rafmagnslestinni sinni og mamma hans var að vinna inni í eldhúsi. Mamman heyrði að lestin nam staðar og Nonni sagði: ,, Þið fífl sem ætlið út hérna, drullið ykkur út því þetta er síðasta stoppi stöðin. Og þið aular sem ætlið á endastöðina hipjið ykkar láglaunaða rassgati inn í lestina núna!“ Móðirin fékk áfall, hundskammaði Nonna og rak hann inn í herbergið sitt.,,Hér skaltu dúsa í tvo klukkutíma. Þegar þú kemur út aftur máttu halda áfram að leika þéren ég vil aldrey heyra svona orðbragð framar!”
Tveimur tímum seinna kom Nonni fram og hélt áfram að leika sér með lestina. Lestin stoppaði og heyrði Nonna segja:,,Kæru farþegar. Vinsamlegast munið að taka allan handfarangur með ykkur. Takk fyrir að ferðast með okkur og eigið góðan dag. Þið sem eruð að koma um borð núna munið að reukingar eru ekki leyfðar. Megi ferðin verða ykkur ánægjuleg.“ Mamman brosti með sér en brosið fraus þegar Nonni bætti við: ,,Þeir sem eru grautfúlir vegna tveggja tíma seinkunnar snúi sér til druslunnar í eldhúsinu”

Verjandinn missti stjórn á skapi sínu og æpti á sækjandann - Þú ert mesta fifl sem ég hef á ævi minni séð!
-hægan, hægan! sagði dómarinn - Þú virðist gleyma að ég er nærstaddur.

Dómarinn: - Umferðalöggan segir að þú hafir hæðst að sér.
Sakborningurinn: -Nei, það er ekki alveg rétt. Hann las yfir hausmótunum á mér alveg eins og konan mín gerir og ég gleymdi mér og sagði: ,, já, elskan mín."
(¯`v´¯)