Hér koma nokrir góðir brandarar! (Sumir eru kannski svolítið gamlir!)

°Fangavörðurinn: Ef þú hættir ekki þessum kveinum þá getur þú bara haft þig í burtu!

°Lækinirinn: Fórstu eftir fyrirmælum mínum við notkun lyfsins?
Sjúklingurinn: Nei því miður, hann fauk útum herbergis gluggann"
Læknirinn: Gastu ekki hlaupið á eftir honum?
Sjúklingurinn: Nei, ég bý á tólftu hæð í blokk!

°Palli: Pabbi!Ég vill giftast ömmu.
Pabbinn: Nei Palli min, þú setur ekki gifst mömmu minni!
Palli: Af hverju ekki? Þú ert giftur mömmu minni!

°Pabbinn: Hvað ætlar þú að gera við þessa mýflugu Palli minn?
Palli: Ég ætla með hana til mömmu. Í gær sagðir þú að hún gerði alltaf úlfalda úr mýflugu!

°Kennarinn: Palli hvað gerðist árið 1483
Palli: Marteinn Lúther fæddist.
Kennarinn: En hvað gerðist árið 1487?
Palli: Lúther varð 4 ára.

°Síminn hringdi hjá Magnúsi kjötkaupsmanns.
-Góðan dag, var sagt, hafið þér hrosshöfuð? Magnús játti því.
-Hefuru grísatær? -Já.
-Hefuru froskalappir og lambahrygg? -Já.
-GUÐ, ÞÚ HLÝTUR AÐ LÍTA HRÆÐILEGA ÚT!

°Heyrt í eðimörkinni: Hann vill fá sandkassa!

°Kennarinn: Skrifið hvaða dýrum konum líkar við.
Svona leit ritgerð Palla út: Þær vilja hafa Jagúar í bílskúrnum, mink í klæðaskápnum, bjarndýr á stofugólfinu og asna til að borga reikningana.

°Palli: Má ég fá frí, hún amma er dáin?
Kennarinn Nú, þú baðst um frí í síðustu viku sagðir þá að amma þín væri dáin.
Palli: Já, og hún er það ennþá!

°Þrír menn voru að rífast um hver ætti feitustu konuna. Einn sagði:
Konan mín er svo feit að ég verð að sofa í stofunni. Annar sagði:
Ég á svo feita konu að þegar hún loksins kemst inn í bílinn þá er búið að loka þar sem við ætluðum að fara. Þriðji: Það er nú ekkert,
konan mín er svo feit að þegar ég fer með fötin hennar í hreinsun þá segir fólkið að það taki ekki við sirkustjöldum!

°Sjúklingurinn: Læknir, ég hef svo miklar áhyggjur af því að enginn vill tala við mig.
Læknirinn: NÆSTI.

°Kennarinn: Palli getur þú sagt mér eitthvað um Dauðahafið?
Palli: Ég vissi ekki einu sinni að það væri eitthvað að því!

°Stúdentinn: Ég veit ekki hvort ég ætti að vera eyrnalæknir eða tannlæknir.
Faðirinn: Vertu tannlæknir, fólk hefur nú 24-32 tennur en bara tvö eyru!

°Hann: Ég fékk allt í einu hugmynd en hún hvarf strax aftur.
Hún: Já hún var vafalaust einmana!

°Kennarinn (reiður): Palli spýttu strax því sem þú hefur í munninum í ruslafötuna.
Palli: Því miður kennari ég get það ekki, þetta er nefnilega tannkýli.

°Frúin: Ert þú ekki einn af betlurunum sem ég gaf buffið í síðustu viku?
Betlarinn: Jú frú, sá eini sem er enn á lífi.

TÍU MÍN . SEINNA

Frúin: Ert þú ekki sami betlarinn sem kom hérna fyrir tíu mínútum?
Betlarinn: Jú, þú sagðist ætla að gefa mér mat þegar ég kæmi næst!

°Svenni. Hvað kom fyrir bílinn hann Ella?
Tumi: Honum varð eitthvað illa við ljósastaur.

°Hvor er sælli, sá sem á 7 börn eða 7 milljónir?
Svar: Sá sem á 7 börn, því að hinn vill alltaf fá meira, en faðirinn er kominn með nóg!





Vonandi er þetta nógu fyndið!!!