> Fyrir tveimur vikum var 45 ára afmælið mitt og mér leið
> frábærlega……þennan morgun allavega. Ég kom í morgunmat og vissi
> að konan mín myndi verða notaleg og segja til hamingju með daginn og
> líklega gefa mér gjöf. Hún sagði ekki einu sinni góðan daginn. Ég
> hugsaði með mér að svona væru eiginkonur en börnin myndu örugglega
> muna eftir þessu. Börnin komu svo í morgunmat án þess að segja orð.
> - Á leiðinni á skrifstofuna var ég orðinn mjög niðurdreginn.
> - Þegar ég gekk inn á skrifstofuna sagði, Janet, ritarinn minn “Góðan
> daginn og til hamingju með daginn”. Mér leið aðeins betur, einhver
> mundi þó eftir afmælinu.
> - Ég vann til hádegis og þá bankaði Janet og sagði “þetta er svo
> fallegt veður og þú átt afmæli, förum út að borða, bara við tvö. Ég
> sagði ”þetta er það besta sem ég hef heyrt í allan dag, komum“.
> - Við fórum út að borða, en ekki þangað sem við förum vanalega. Við
> fórum út á land á afvikinn stað. Við fengum okkur martini og nutum
> matarins.
> - Á leiðinni til baka á skrifstofuna sagði hún ”þurfum við nokkuð að
> fara aftur á skrifstofuna, þetta er svo æðislegur dagur“. ”Nei
> líklega ekki“ sagði ég.
> - ”Förum heim til mín“ sagði hún.
> - Þegar við komum heim til hennar fengum við okkur meira martini og
> reyktum sígarettur, og þá sagði hún. ”Ef þér er sama þá ætla ég að
> fara inn í herbergi og fara í eitthvað þægilegra“. ”Auðvitað" sagði
> ég spenntur.
> - Hún fór inn í herbergi og eftir u.þ.b. sex mínútur kom hún til
> baka, hún hélt á stórri afmælisköku og á eftir henni kom konan mín og
> börnin. Öll sungu þau afmælissönginn.
>
> ……………Og þarna sat ég í sófanum, í engu nema sokkunum.