Fékk þessa brandara senda í maili í tilefni dagsins, 24. okt, og mér fannst þeir góðir svo ég ákvað að senda þá hér inn. :)

“Getur þú hjálpað mér ástin mín”

Eiginmaðurinn sat afslappaður fyrir framan sjónvarpið og
horfði á enskaboltann þegar konan hans kemur til hans og
segir við hann, einmitt þegar sóknin er að byrja: “Ástin
mín, getur þú skipt um peru fyrir mig núna fram á gangi.
Hún er búin að vera sprunginn svo lengi, í margar vikur?”

“Sýnist þér standa Osram Pera á enninu á mér,” segir
karlinn og neitar að gera þetta.

“Allt í lagi,” segir konan og gengur burt.

Efri stutta stund kemur hún aftur. “Ástin mín, getur þú
lagað hurðina bakatil því hún fellur ekki rétt af stöfum?”

“Hvað er að þér kona,” segir karlinn. “Sýnist þér standa
Húsasmiðjan framan á mér?”

“Allt í lagi,” segir konan og gengur burt.


Í þriðja sinn kemur konan og biður manninn að minnsta kosti
að lagfæra tröppurnar fyrir utan því þær séu að losna.

“Þetta er nú bara ekki í lagi,” segir karlinn. “Heldur þú
að það standi smiður framan á mér?”
Karlinn verður svo fúll að hann stendur upp og strunsar á
næstu krá til að horfa á boltann í friði. En hann fær
gríðarlegt samviskubit þegar næsti leikur er að fara byrja
og nú orðnir tveir klukkutímar síðan hann rauk út frá
kerlu. Hann ákveður að drífa sig heim og biðjast
afsökunar!
Þegar hann kemur heim sér hann að það er búið að laga
tröppurnar, skipta um peru og lagfæra hurðina bakatil.

“Ástin mín,” segir karlinn hissa að allt sé búið! “Hvernig
léstu laga þetta allt saman?”

“Þegar þú raukst út þá fór ég út á tröppur og hágrét. Það
kom til mín myndarlegur ungur maður sem spurði hvað væri að
og ég sagði honum það. Hann bauð mér það að lagfæra þetta
allt ef ég annað hvort, færi með honum í rúmið eða bakaði
fyrir hann köku,” segir konan við karlinn sem var orðlaus
en segir svo…
“Hvernig köku bakaðir þú handa honum?”

Kerla var fljót að svara, “Hvað er að þér karl, sýnist þér
standa Betty Crocker framan á mér?”



Endur fyrir löngu, í landi langt langt í burtu, rakst falleg, sjálfstæð og sjálfsörugg prinsessa á frosk þar sem hún sat og velti vöngum yfir vistfræðilegum álitamálum við bakka ómengaðrar tjarnar á fagurgrænu engi nálægt kastalanum sínum.

Froskurinn stökk upp í kjöltu prinsessunnar og sagði: Fagra frú, ég var eitt sinn gjörvilegur prins en grimm norn lagði á mig álög. Ef þú smellir á mig einum kossi mun ég aftur verða að þeim snotra prinsi sem ég raunverulega er.

Þá getum við, mín kæra, gifst og stofnað heimili í kastalanum þínum. Þú getur framreitt málsverði fyrir mig, þvegið klæði mín, alið börnin mín og fundið til þakklætis og hamingju um alla eilífð.

Sama kvöld sat prinsessan yfir málsverði sínum - léttsteiktum froskalöppum - og hló lágt með sjálfri sér: Ég held nú fokking síður!
Non fui, fui, non sum, non curo.