Þrír menn voru á siglingu um sjóinn, Englendingur, Frakki og Íslendingur. Skyndilega kom ofsalegt óveður og þeir stranda á lítilli eyju. Þeir ganga um eyjuna og skoða hana en skyndilega komu innfæddir menn að þeim og handtaka þá. Höfðinginn segir: ,, Ég er með einar góðar fréttir og einar slæmar fréttir. Þær slæmu eru að við ætlum að drepa ykkur og nota síðan skinnið af ykkur til að búa til kanúa og kajaka en þær góðu eru að þið fáið að ráða hvernig þið deyjið.“ Englendingurinn kýs að skjóta sig í hausinn og segir áður en hann hleypir af ,,Lengi lifi Englandsdrottning.” og deyr. Frakkin kýs að taka inn eitur og segir áður en hann fær sér eitrið ,,Lengi lifi Frakkland.“ En Íslendingurinn biður um gaffal og byrjar að stinga sig allstaðar um kroppinn og höfðingin segir ,,hvað ertu að gera maður” þá segir Íslendingurinn ,,hah! það verður ekki mikið úr kanúonum núna!!"


Það voru vegavinnumenn að steypa gangstétt. Þeir voru í matarhléi þegar enskumælandi menn keyrðu uppá gangstéttina og lögðu í steypunni. Vegavinnumennirnir komu að bílnum og einn þeirra sagði við englendingana ‘' We are starving here we hafe to eat your car’'.