Einu sinni var maður sem fór til læknis með þann kvilla að tippið á honum var orðið blátt.
Læknirinn skrifaði uppá eitthvað lyf fyrir hann og sagði honum að láta sig svo vita hvernig það kæmi út.
svo kemur manni aftur og tippið orðið þá bara blárra ef eitthvað er. þannig að læknirinn skoðaði aðeins stöðuna og lét hann svo á annað lyf í nokkrar vikur og sagði honum að láta sig vita ef það gengi ekki.
Og svo kemur kallinn aftur og ekkert búinn að skána, þá finnur læknirinn það út að það er ekkert hægt að gera nema skera liminn af með mjög flóknri, dýrri og sársaukafullri skurðaðgerð og setja rör í staðinn sem hann mundi pissa útum framvegis.
maðurinn gekk í gegnum aðgerðina en kom svo aftur eftir að hafa verið með rörið í nokkrar vikur og þá var það líka orðið blátt, þá setti nú læknirinn upp gleraugun og kíkkti aðeins nánar á rörið og sagði svo “Heyrðu fyrirgefðu maður, það lítur út fyrir að gallabuxurnar þínar liti bara svona út frá sér”.