Það var einu sinni maður sem var alltaf að hneykslast yfir því að hann næði aldrei í stelpu, og gæti aldrei laða að sér hitt kynið.
Þannig að leitaði að góðum ráðum hjá besta vini sínum. Hann gaf honum þau góðu ráð að troða kartöflu inn á sundskýluna sína næst þegar hann færi á ströndina.
Maðurinn tók þau góðu ráð en það bar samt lítinn árangur þegar hann fór á ströndina næsta dag, og eina athyglin sem hann fékk voru ekkert nema leiðinlegar augngotur og stingandi augnarráð.
Honum fannst það frekar skrítið og dreif sig strax til vinar síns daginn eftir og sagði honum leiðindar fréttirnar….og vinur hans sagði: „Æi maður!!! þú settir kartöfluna vitlausu megin!!


Hjónin rifust heiftarlega daginn sem þau áttu 40 ára brúðkaupsafmæli.
Eiginmaðurinn öskraði: “Þegar þú deyrð, þá læt ég skrifa á legsteininn þinn, ”Hér liggur konan mín - köld að vanda“! ”Jæja“ svaraði eiginkonan:
”Þegar þú hrekkur uppaf, læt ég skrifa á legsteininn þinn: “Hér liggur maðurinn minn, loksins orðinn stífur”!



Gamall indíána höfðingi sat og reykti pípuna sína þegar tveir alþingismenn koma og ræða við hann.
“Höfðingi Tveir Ernir,” segir annar þeirra, “nú ert þú búinn að fylgjast með hvíta manninum í næstum 90 ár. Þú hefur séð stríðin sem hann hefur háð, séð tækni framfarirnar og tjónið sem hann hefur valdið.”
Höfðinginn kinkaði kolli.
Alþingismaðurinn heldur áfram: “Með þetta að leiðarljósi, hvar heldurðu að hvíti maðurinn hafi farið út af leið? Hvar liggja mistökin?”
Höfðinginn starði á alþingismennina í rúma mínútu og sagði svo rólega: “Þegar hvíti maðurinn kom til Norðu Ameríku, þá stjórnuðu indíánar því. Engir skattar, engar skuldir, fullt af buffalóum, fullt af bjórum, konurnar unnu alla vinnuna, töfralæknirinn var ókeypis og við eyddum öllum deginum í að veiða fisk og buffalóa - og allri nóttunni í að ríða.”
Svo hallaði hann sér aftur og sagði: “Aðeins hvíti maðurinn er svo vitlaus að halda að hann gæti betrumbætt kerfi eins og þetta.”