Bóndinn kom heim eftir langan vinnudag. Konan var nakin í rúminu en hann tók eftir digrum vindilstúf í öskubakkanum. Bóndinn öskraði: Hvaðan í andskotanum kemur þessi vindill?
Frá Havana, heyrðist rödd undan rúminu segja.



Maður einn gekk inn í pelsabúð með gríðarlega fallega ljósku upp á arminn. Sýndu dömunni dýrasta og fallegasta minkapelsinn sem þú átt til, sagði hann við verslunareigandann. Daman fór í mátunarherbergið og mátaði hann í bak og fyrir. Hún kom síðan út og sýndi manninum. Þessi kostar fimm milljónir , sagði afgreiðslumaðurinn við viðskiptavininn. Ekkert mál. Tekuru ekki ávísun? Jújú. Það er föstudagur í dag. Þú getur komið á mánudaginn og sótt pelsinn en þá verður búið að samþykkja ávísunina. Maðurinn gekk út með dömunni sem var alveg í skýjunum. Mánudagurinn rann síðan upp og maðurinn kom aftur í búðina. Verslunareigandinn var æfur. Hvernig dirfistu að sýna fésið á þér hérna? þetta var enginn smáræðis gúmmítékki hjá þér. Ég veit það vel. Mér datt bara í hug að líta hingað inn og þakka þér fyrir eina af bestu helgum lífs míns.


Maður einn var uppi á Sprengisandi. Hann fann lampa hálfgrafinn í sandinn og tók tappann úr. Upp úr lampanum steig andi sem sagðist vilja gefa honum eina ósk. Maðurinn hugsaði sig um í dágóða stund og sagði síðan, ég vil fá veg frá Íslandi til Kaupmannahafnar. Andinn horfði rannsakandi á hann og sagði svo: Þú færð bara eina ósk. Ertu alveg viss um að þetta sé það sem þú viljir? Allt í lagi, sagði maðurinn. Ég óska þess að ég skilji konur. Þá sagði andinn hraðmæltur: Hvað viltu hafa margar akreinar á þessum vegi?