Maggi var harðduglegur maður og vann gríðarlega mikið en í frístundum sínum stundaði hann blak, og innanhússfótbolta. Eina góða helgi ákvað Fríða, eiginkona hans að gera honum glaðan dag og fara með hann út á lífið. Þau klæða sig í sitt fínasta púss og fara á einn af þessum stöðum þar sem boðið er upp á svokallaðan “listdans” í kringum súlur. Dyravörðurinn á skemmtistaðnum sér þau koma og kallar: - Góða kvöldið, Maggi. Hvernig hefuru það í kvöld? Fríða verður mjög hissa og spyr magga hvort hann hafi komið hingað áður.

-nei, nei, segir maggi. - Hann er einn af þeim sem ég spila blak við. Þau fá sér sæti og þjónustustúlkan kemur til þeirra, sér magga og segir: - gaman að sjá þig Maggi. - viltu gin og tónik eins og venjulega? Augu Fríðu stækka. - Þú hlýtur að koma hingað oft!

-Nei nei, segir Maggi. - Strákarnir kíkja hingað inn stundum eftir blakið. Þá kemur nektardansmær upp að borðinu þeirra íklædd litlu meira en brosinu. Hún faðmar Magga innilega að sér og spyr: - Magga, elskan. Ætlaru að fá einkadans eins og venjulega? Fríða verður öskureið safnar saman dótinu sínu og stefnir út af skemmtistaðnum. Maggi eltir hana og sér hana fara inn í taxa, svo hann stekkur inn í bílin á eftir henni. Fríða horfir á hann hatursfullu augnaráði og lætur hann hafa það óþvegið. Þá hallar leigubílstjórinn sér að magga og segir: - þú hefur náð í eina erfiða í kvöld, maggi minn.

_____________________________________________________

Lögfræðingur einn hafði keypt sér glænýjan Mercedes-Benz S500 og gat ekki beðið eftir að sýna félögum sínum gripinn. Allt í einu þegar hann opnar hurðina á bílnum fyrir utan skrifstofuna sína kemur Rúsneskur torfærutrukkur á fullri ferð og
rífur hurðina af bílnum. Lögfræðingurinn stekkur út og öskrar NEEEIIIII!
Hann vissi að sama hversu góður viðgerðarmaður reyndi að gera við bílinn þá myndi hann aldrei verða jafn góður aftur. Loks kom löggan og lögfæðingurinn hljóp að henni og öskraði: HELVÍTIS FÍFLIÐ Á TRUKKNUM KEYRÐI HURÐINA AF BENZANUM MÍNUM!!!
“Þú ert lögfræðingur er það ekki” sagði löggan. “Jú, hvernig vissir þú það” svaraði lögfræðingurinn. “Ja, það er nú bara það að þið lögfræðingar eruð svo uppteknir af veraldlegum gæðum, að þið hugsið bara um peninga og eignir, ég þori að veðjaað þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar á þig vinstri hendina”.
Lögfræðingurinn leit á hliðina á sér og öskraði:
“NEEEEIII! ROLEX ÚRID MITT!!!”
Reggies..