Einn daginn fór Mrs. Jones í kirkjuna sem hún fór alltaf í til að tala við prestinn. “Prestur” sagði hún, “Það er vandamál með eiginmanninn minn, hann sofnar alltaf í messum hjá þér, það er mjög skömmustulegt, hvað á ég að gera?”.

“Ég er með hugmynd,” sagði presturinn. “Taktu þessa nál með þér næst þegar þið komið í messu, ég mun geta séð hvenær eiginmaðurinn þinn sofnar og eg mun gefa þér merki og þegar ég geri það skaltu stinga hann almennilega í fótinn”.

Svo einn daginn þegar hjónin eru á messu sofnar Mr. Jones. Presturinn tekur eftir þessu og ákveður að gera það sem þau voru búinn að plana. “Og hver var sá sem fórnaði sér fyrir ykkur öll?” sagði presturinn og gaf Mrs. Jones merki.

“Jésús minn” hrópaði Mr. Jones þegar konan hans hafði stungið hann í fótinn með nálinni.

“Já, það er rétt Mr. Jones” sagði presturinn. Fljótlega sofnaði Mr. Jones aftur. Presturinn tók eftir því í þetta sinn líka. “Hver er heilagastur allra?” spurði hann fólkið og gaf Mrs. Jones merki. “Guð minn góður” hrópaði Mr. Jones þegar konan hans stakk hann aftur í fótinn.

“Aftur rétt hjá þér Mr. Jones” sagði presturinn brosandi“ eftis skamma stund var Mr. Jones aftur sofnaður en í þetta sinn tók presturinn ekki eftir því. En Mrs. Jones miskildi prestinn og hélt að hann væri að gefa henni merki.

”Hvað sagði Eva við Adam þegar hún var búinn að ganga með hundraðasta barnið hans“ spurði presturinn salinn.

Mrs. Jones stakk eiginmanninn sinn aftur í fótinn og hann hrópaði ”Ef þú stingur þessum helvítis hlut inní mig aftur brýt ég hann í tvennt og treð honum lengst upp í RASSGATIÐ Á ÞÉR!“

”Amen" sögðu allir í salnum.