Það var nýr prestur við sína fyrstu messu sem var svo hræddur að hann gat varla komið upp orði. Eftir messuna spurði hann meðhjálparann hvernig sér hefði gengið?
Hjálparmaðurinn sagði, ágætlega, en sagði að það gæti hjálpað honum með næstu messu að setja smá vodka eða gin út í vatnsglasið sitt, gamli presturinn hafði gert það til að slappa af.

Næsta sunnudag setti presturinn vodka í glasið sitt og það kjaftaði á honum hver einasta tuska. Eftir messuna spurði hann hjálparmanninn hvernig sér hefði gengið núna. Hjálparmaðurinn sagði aftur, ágætlega, en það væru nokkrar staðreyndir sem þeir ættu að fá á hreinnt:

1. Það eru tíu boðorð, ekki tólf.

2. Það eru tólf postular, ekki tíu.

3. Davíð vó Golítat, en buffaði hann ekki.

4. Við minnumst ekki á Jesús krist sem Jonna
heitinn Ká.

5. Næsta sunnudag verður haldin karamellu köku
keppni hjá Sankit Péturskirkju en ekki Péturs
kaffi kýling hjá Sankti Karamellukirkju.

6. Faðirinn, sonurinn og hinn heilagi andi eru
ekki nefndir Kallinn, Lilli og Draugurinn.