Hér koma nokrir sem mér finnst vera fyndmir þið hafið örugglega heyrt þá en samt

Á hippatímabilinu svonefnda gaf karlkyns blómabarn einni vinkonu sinni gallabuxur í jólagjöf. Og þar sem þessi friðelskandi náungi vildi vera dálítið frumlegur hafði hann skrifað “gleðileg jól” á aðra buxnaskálmina en “gleðilegt nýár” á hina.
Eftir að vinkonan hafði tekið upp gjöfina sendi hún gefandanum svohljóðandi kort:
Kæri Óli. Vertu velkominn á milli jóla og nýárs. Þín Nína.

Einu sinni voru fjórar nunnur að fara til Himnaríkis. Þar hittu þær Lykla-Pétur og spurðu hann hvernig þær kæmust inn. Hann sagði að þær verði að svara einni spurningu og spurði svo fyrstu nunnuna. „Hefurðu einhverntímann komist í snertingu við karlmann.“ Hún svaraði, „ég hef bara snert einn með puttanum.” Þá sagði Lykla-Pétur: „þvoðu þér þá um puttann og gakktu inn.“ Hún gerði það. Svo spurði hann næstu nunnu sömu spurningar og hún svaraði: „Ég hef bara faðmað einn.” Lykla-Pétur sagði þá: „Þvoðu á þér handleggina og gakktu inn.“ Það gerði hún. Þá ryðst sú fjórða framfyrir þá þriðju og Lykla-Pétur spyr. „Af hverju ryðst framfyrir systur þína?” Þá svarar hún. „Ég ætla sko ekki að þvo mér um munninn eftir hún þvær sér um rassinn.“

Maður kemur inn á Skuggabarinn og pantar drykk. Stuttu seinna heyrir barþjónninn síma hringja og sér að maðurinn lyftir hendinni upp að andlitinu og byrjar að tala. Þegar hann hefur lokið við að tala spyr þjónninn hvað sé í gangi. Maðurinn segir að hann noti símann það mikið að hann hafi látið græða GSM síma í hönd sína svo hann þurfi ekki alltaf að muna að hafa hann með. Þjóninn trúir þessu ekki svo maðurinn hringir í númer, setur höndina á eyra þjónsins og leyfir honum að heyra þegar síminn hringir hinum megin. Næst spyr maðurinn hvar klósettið sé og fer þangað eftir að hafa sagt þjóninum að hann verði enga stund að þessu. Þjónninn fyllti glasið hjá manninum og beið. Þegar hálftími er liðinn og maðurinn kemur ekki út af klósettinu fór þjóninn að undrast og að lokum fór hann inn á klósett að gá hvort allt væri í lagi. Þegar hann kemur inn sér hann manninn liggjandi á gólfinu, buxnalaus, með fæturnar upp á vegg og salernispappír rúllandi út úr afturendanum. ”Hvað er um að vera?“ spurði þjónninn. Maðurinn brosti kindarlega og sagði, ”bíddu aðeins, ég er að fá fax."