Mattías og Ísleifur sátu inná kaffistofunni og voru að slúðra um Jón, vinnufélaga sinn.

“Ertu búinn að heyra um son Jóns?” segir Mattías.
“Nei, hvað?” Spyr Ísleifur forvitinn.
“Já hann er víst hommi. Það eru allir að tala um það.”
“Gvöð. Það er nú ljóta vesenið. Jón hlítur að skammast sín hryllilega.
Þetta er nú annað en minn sonur. Hann er orðinn læknir og þénar alveg andskoti mikið. Hann er svo ríkur að hann gaf vini sínum Porche í afmælisgjöf.!” segir Ísleifur stoltur.
“Til hamingju með það. Sonur minn er nú ekki síðri. Hann er lögfræðingur hjá virtu lögfræðifirma. Og ekki er það illa launað. Um daginn splæsti hann bara íbúð í besta hverfi bæjarinns á vin sinn þegar hann átti afmæli.”

Í því gengur Jón inná kaffistofuna. Hann sest niður hjá vinnufélögum sínum og hefur mál sitt:

“Ég er með smá tilkynningu handa ykkur. Þið hafið kannski heyrt þetta fara um vinnustaðinn en ég vil segja ykkur þetta beint. Sonur minn er nýkominn úr skápnum. Hann er hommi. Við frúin ræddum þetta lengi og við erum alveg sátt við þetta. Það er nú ekki eins og hann sé með einhverjum aula. Ónei. Í augnablikinu er hann meira að segja með tvo í takinu. Og ekki eru þeir af verri endanum. Þegar hann átti afmæli í síðustu viku fékk hann Porche frá öðrum og hina flottustu íbúð frá hinum…”