Gunnar var nýlega búinn að fjárfesta í nýjum Bens og ákvað
að fara í bíltúr. Hann var mjög stoltur af bílnum og vildi
endilega kíkja í bókabúðina þar sem uppáhalds
afgreiðslustúlkan hans var að vinna, en hún hét Sólveig og
var ljóshærð, með blá augu og ofsalega falleg og oft verið
að reyna við Gunnar.

Gunnar vildi endilega “sýna” henni bílinn og fer inn búðina
og kaupir Séð og Heyrt. Gunnar segist svo vilja skoða sig
aðeins um í smástund. Sólveig segir það vera í lagi, og um
leið óskar hún honum til hamingju með nýja bílinn og að
hann sé frábær og mjög fallegur.

Eftir nokkrar mínútur kemur Sólveig hlaupandi til Gunnars
og segir að búið sé að stela bílnum hans!

“Stela bílnum,” segir Gunnar alveg lamaður af skelfingu –
“Þú hefur vonandi náð að stoppa þjófinn?”

“Betra en það Gunnar minn, ég náði númerinu á bílnum!”