Hvernig kemurðu einhentri ljósku niður úr tré?
Þú veifar til hennar


Hvernig athugarðu greindarvísitölu ljósku?
Með loft mæli.


Lögga stoppaði ljóskuna sem ók á móti umferðinni á einstefnugötu.
Löggan: “Sástu ekki örvarnar?
Ljóskan: ”Ég sá ekki einu sinni Indjánana.“


Læknirinn: ”Taktu þessar pillu þrisvar á dag.“
Ljóskan: ”Hvernig get ég tekið sömu pilluna oftar en einusinni?“


Læknirinn: ”Er hóstinn orðin betri?“
Ljóskan: ”Já ég er búinn að æfa mig í alla nótt.“


Ljóskan var að keyra í Hafnarfirði þegar löggan stoppaði hana og bað um að
fá að sjá ökuskírteinið hennar. Hvað er það spurði hún.
Það er svona bleikt með mynd af þér. Hún leitaði í veskinu þangað til hún
fann bleika púðurdós, tók hana upp og opnaði og leit í spegilinn.
Er það þetta spurði hún?
Löggan tók dósina og leit í spegilinn og segir svo.
Nú! Ekki vissi ég það þú værir í lögreglunni!!


Í sveitinni
Það var eitt sinn ljóska sem var orðin þreytt á ljóskubröndurum og vildi helst koma sér úr þessum minnihlutahóp.Hún ákvað því að lita á sér hárið brúnt og koma sér þannig í hóp þeirra sem tekið er mark á.Eina helgi í ágúst fór hún í bíltúr uppí sveit.Hún var ekki komin langt þegar hún sá féhirði smala fjöldann allan af kindum. Verandi dolfallin aðdáandi fjórfætlinga stoppaði hún bílinn og gaf sig á tal við féhirðinn.

Eftir nokkurt smátal spurði hún hirðinn hvort að hún mætti eiga eina kind ef hún gæti giskað á hversu margar kindur hirðirinn var með.Hirðirinn var viss í sinni sök um að það gæti hún aldrei og tók áskoruninni.”Ljóskan“okkar hugsaði sig vel um og að lokum kom hún með töluna 294.

Hirðirinn trúði ekki sínum eigin eyrum því að það var akkúrat fjöldi kindanna. En vegna þess að hann var heiðarlegur að eindæmum leyfði hann henni að velja eina kind.”Ljóskan“tók sér góðan tíma en að lokum valdi hún eina sem var mun líflegri en allar hinar.

Hirðirinn leit á hana og spurði: ”Ef ég get giskað á rétta háralit þinn,má ég þá fá hundinn minn aftur?".