Arthur konungur var að fara í krossferð og bað því Merlin galdrakarl um að búa til skírlífsbelti sem Arthur gæti sett á drottninguna á meðan hann væri í burtu. Merlin sagði að það ætti ekki að vera mikið mál og bað Arthur um að koma viku seinna, sem hann svo gerði.
Þá var tilbúið þetta fína skírlífsbelti fyrir utan eitt smáatriði. Það var gat þar sem átti ekkert að vera neitt gat. Arthur konungur varð hoppandi brjálaður og öskraði “hvern fjárann á þetta að þýða?”. Merlin sagði honum að vera rólegur og bað hann um að rétta sér gulrót sem lá á borði við hliðina á Arthuri. Arthur, sem var enn brjálaður, skildi ekkert í þessari vitleysu en rétti Merlin samt gulrótina. Hann stakk gulrótinni í gegnum gatið og þá fór hún í tvennt. Merlin hafði komið fyrir mini-fallöxi.
“Þetta lýst mér á” sagði Arthur ánægður og tók skírlífsbeltið, setti það á drottninguna og fór síðan í krossferð.
Þegar hann kom aftur heim athugaði hann limina á öllum karlmönnum við hirðina og líka á riddurum hringborðsins. Allir voru þeir eitthvað laskaðir, annað hvort skrámaðir eða jafnvel hálfir. Allir nema Lancelot hinn hugprúði. Arthur konungur varð brjálaður og hótaði öllu illu nema við Lancelot hinn hugprúða. Honum voru boðnir gull og grænir skógar. En aumingja Lancelot gat ekki svarað því að það vantaði í hann tunguna.