Í almenningsgarði einum stóðu tvær styttur, karl og kerling. Þessar tvær
styttur höfðu staðið andspænis hvor annari í fjöldamörg ár.
Árla morguns dag einn birtist þeim engill og sagði: “Þar sem þið eruð og
hafið verið svo miklar fyrirmyndarstyttur og hafið glatt mörg hjörtun í
gegnum tíðina, þá öðlist þið líf!”
“Þið fáið 30 mínútur til að gera hvað sem það sem ykkur dettur í hug!”
Við þau orð engilsins lifnuðu styttukarlinn og styttukerlingin við. Þau
horfðu brosandi hvort á annað, hlupu í næsta rjóður og beygðu sig niður á
bak við einn runnann.
Engillinn brosti með sjálfum sér þegar hann hlustaði á styttuparið í
hamagangi á bak við runnann. Eftir fimmtán mínútur, komu stytturnar
ánægðar frá runnanum. Engillinn horfði hissa á úrið sitt og sagði við
þau:
“Þið hafið ennþá 15 mínútur, viljið þið ekki halda áfram?”
Styttukarlinn horfði á styttukerlinguna og spurði: “Viltu gera það aftur?”
Þá svaraði hún brosandi: “Já já, en í þetta skipti heldur ÞÚ á dúfunni á
meðan ÉG kúka á hausinn á henni!”