Ég fékk mér tölvu í fyrra og ætlaði alteilis að skrifa niður brandarasafnið mitt en datt niður á Huga og byrjaði að senda brandara en því miður þá eru þeir ekki alltaf samþykktir, hvað veldur veit ég ekki en ætli ég gruni ekki hvað veldur, en geymi það þangað til ég er viss. En ég ætla að skrifa niður mitt safn, sem tekur góðan tíma og ætla að senda 1 brandara og 2 stutta núna og þegar ég er búinn að skrifa allt safnið þá athuga ég með framhaldið á Huga og sendi þá,ef.
________________________________________________
Eitt kvöldið var mér boðið út. Sko bara stelpunum. Ég sagði manninum mínum að ég yrði komin heim um miðnætti.
jæja tíminn leið og það var mikið drukkið af kampavíni. Um Þrjúleitið um nóttina var ég orðinn pöddufull og ég ákvað að drífa mig heim. Um leið og ég gekk inn fyrir dyrnar byrjaði gauksklukkan okkar að gala og auðvitað galaði gaukurinn þrjú kú kú. Þegar ég heyrði það þá reiknaði ég með að hann myndi vakna svo að ég kú kú aði níu sinnum til viðbótar. Ég var ótrúlega stolt af sjálfri mér að hafa fengið þessa snilldarhugmynd til þess að sleppa við nöldur næsta dag.
Daginn eftir spurði maðurinn minn hvenær ég hefði komið heim og ég sagði honum að ég hefði komið klukkan 12 eins og samið var um.
Hann virtist vera alveg sáttur við það og ég hugsaði með mér, Hjúkk ég komst upp með þetta.
En þá sagði hann: Við þurfum að fá okkur nýja klukku. Þegar ég spurði hann hvers vegna sagði hann. Sko í gærkvöldi galaði gaukurinn þrisvar sagði síðan SJITT galaði fjórum sinnum til viðbótar, ræskti sig galaði aftur þrisvar, flissaði galaði tvisvar sinnum enn og datt síðan um köttinn og PRUMPAÐI.
————————————————-
Hver er munurinn á jeppa og hesti?
Jeppinn er með farsíma, en hesturinn er með fax.
————————————————-
Það kom pípulagningamaður að laga rörið á baðinu þegar píparinn kallaði á húsfrúna og bað hana að stíga upp í baðið og halda rörinu uppi, þegar það var hringt og ungi sonurinn svaraði í símann og það spurt eftir mömmu hans og hann sagði að hún gæti ekki komið í símann því hún væri í baði með pípulagningamanninum.
————————————————-
Ég sendi kannski fleiri ef ég fæ hvatningu.
————————————————-
Gefðu svöngum manni fisk að borða og það dugir honum í einn dag.