Jónas var einu sinni á leiðinni heim og var að keyra of hratt. Löggan kemur og stoppar hann og segir: “Þú varst að keyra yfir löglegum hámarkshraða. Gæti ég fengið að sjá ökuskírteinið þitt?”.
Jónas segir að hann eigi ekki ökuskírteini. Lögreglumaðurinn spyr hann hver eigi þennan bíl.
Jónas segir: “Ég veit það ekki, ég stal bílnum”.
Lögreglumanninum bregður og hann biður Jónas um að opna hanskahólfið og rétta sér eigandaskírteinið(eða hvað það nú heitir).
Jónas segir að það sé ekkert í hanskahólfinu nema byssan hans.
“Er byssa í hanskahólfinu?” spyr Lögreglumaðurinn.
“Já, það er byssan sem ég notaði til þess að skjóta manninn sem er í skottinu hjá öllu heróíninu mínu.
Þegar Lögreglumaðurinn heyrir þetta kallar hann á aðstoð og fyrr en varir eru löggur búnar að umkringja bílinn og lögregluforinginn kemur og biður um að sjá ökuskírteinið.
”Gerðu svo vel“ segir Jónas og réttir honum skírteinið.
”Hver á þennan bíl?“ spyr foringinn.
”Ég á hann. Hérna er eigandaskírteinið.“
”Já, þetta er bíllinn þinn. Opnaðu núna hanskahólfið svo að ég geti séð hvort það sé byssa þar“ segir foringinn.
Jónas opnar hanskahólfið og það er ekkert þar.
”Opnaðu núna skottið svo að ég geti séð hvort það séu eiturlyf og lík þar“ segir foringinn.
En þar var ekkert lík og engin eiturlyf.
Þá segir foringinn: ”Ég skil þetta ekki, lögreglumaðurinn sagði að bíllinn væri stolinn, byssa væri í hanskahólfinu og það væri lík og heróín í skottinu“.
Þá segir Jónas:”Já ég er viss um að hann hefur líka sagt að ég hefi keyrt of hratt.