Einu sinn voru kona og karl um fertugt sem áttu 3 börn af MTV-kynslóðinni. Kynlíf þeirra hjóna var orðið frekar slappt og átti karlinn í mestu vandræðum með að ná stinningu. Hann, eins og svo margir aðrir karlar, hræddist lækna og pillur hvers konar og trúði því statt og stöðugt að þetta væri bara tímabundið ástand og mundi allt saman lagast um leið og krógarnir hans 3 mundu hætta að horfa á mtv og popp tíví og hlusta á þennan fm957 viðbjóð á hæsta styrk öll kvöld og langt fram á nætur. En konan hans var á öðru máli og fór gegn vilja hans til sérfræðings í þessum efnum. Hann sagði henni frá svakalegri tækninýjung sem væri örflaga sem komið væri fyrir í öðru eista karlmanna og væri þannig stillt að ákveðið hljóð eða lag yrði til þess að karlinn fengi stinningu á 1-2 sek og yrði með það sama kynlífsvélmenni. Kerla dreif mann sinjn í skurðaðgerð og ákvað að nota “lagið þeirra” frá því í tilhugalífinu sem “kveikju” á örflögunni. Þetta var lagið “All shook up” með Elvis Presley. Læknirinn bað konuna að koma til sín eftir 2 mánuði og þá gætu þau rætt hvernig þetta gengi allt saman. Eftir 1 ánuð hringir konan og biður um neyðarfund með lækninum og hann fellst á að hitta hana.
Hún kemur inn á skrifstofu til læknisins á hækjum og læknirinn spyr hvað hafi komið fyrir. “jú” segir konan “ þannig er það nú að það var einhver hálviti að nafni Moby sem gerði svokallað ”remix" af all shook up og það er heitasta lagið á PoppTíVí í dag……