Gamli maðurinn skrifaði syni sínum bréf, sem var
í fangelsi, og skrifaði: Ég vildi að þú værir hér
sonur minn til að hjálpa mér til að stinga upp
garðinn eins og þú varst vanur en þar sem þú ert
í fangelsi þá er ekkert hægt að gera og ég er
orðinn gamall og get ekkert gert.
Daginn eftir þá kom bréf frá syninum: Pabbi ekki
hrófla við garðinum, því ég faldi byssurnar og
ránsfenginn í garðinum.
Seinnipartinn að deginum þá birtist lögreglan með
skóflur og haka heima hjá gamla manninum og
stungu og mokuðu en fundu ekkert og báðu gamla
manninn afsökunar og fóru.
Daginn eftir þá kom bréf frá syninum. Pabbi þar
sem ég er í fangelsi þá get ég ekki gert meira en
þetta. Farðu nú að setja niður kartöflunar.
Gefðu svöngum manni fisk að borða og það dugir honum í einn dag.