Íslenskir íþróttafrétamenn hafa látið margt út úr sér um ævina.
Hér kemur eitthvað af því!!!
Geir Magnússon, Danmörk - Holland á EM (fyrri hálfleikur var rétt að verða hálfnaður):

“og nú fer að nálgast fyrri hálfleik”



Lárus Guðmundsson í leik Þjóðverja og Rúmena á EM:
“Það er alltaf viss sigur að sigra Þjóðverja.”

Guðmundur Hreiðarsson í sama leik:
“Hann ver þetta eins og handboltamarkvörður en vel engu að síður.”

Heimir Karlsson var með Martein Geirsson í getraunahorni á Stöð 2:

Heimir: Þú hefur lent í slæmum meiðslum marteinn ?

Teini: Já ég hef slitið krossböndin 2 sinnum…………(og svo hélt hann langa ræðu um meisli sín).

Heimir: Snúum okkur þá að öðru Marteinn. Hvernig ertu í tippinu?





Geir Magnússon í fréttum sjónvarpsins:
“Leiknum er ekki enn ólokið þannig að úrslit verða gerð kunn síðar!”


Gaupi að lýsa KR leik: “Olga með boltan og gerir mjög vel en hún hefur oft verið kölluð hin íslenski Gerd Muller”.



Einu sinni var Valtýr Björn að lýsa leik í ítölsku. Einhver ónefndur
maður skaut á markið vel fyrir utan vítateig og fór boltinn hátt yfir.
Þá sagði Valtýr: “Nei, nei ef menn ætla að skjóta af svona löngu færi þá
verða menn að fara aðeins nær”




Arnar Björnsson, Stoke-Gillingham: “Bjarni Guðjónsson er enn að hita upp….. utan vallar!!!



Seinni hálfleikur er allt annað en fyrri hálfleikur

Velkomin aftur, en þá er það seinni hálfleikurinn í Arsenal - Chelsea en staðan er 0-1 fyrir Tottenham…

Þeir eru mikið mun betri

Þetta er snyrtilega gert. Þetta eru snyrtileg tilþrif. Snyrtilegur leikmaður.!!

Hann er búinn að eiga fínan leik, ekkert yfir honum að kvarta.

Þið megið ekki gleyma bæði lið vilja vinna þennan leik!


Þeir fá hornspyrnu á hættulegum stað!!!!

.. gargandi snilld

.. og það er enginn afgangur af þessu

Þetta er skrítin uppstilling hjá þjálfaranum. Hann lætur byrjunarliðið byrja út af.

Gaupi. Liverpool - Middlesbrough: ”Djö…og Middlesbrough skorar!!“

Og nú hefst seinni hálfleikurinn allur!

”…eitt sinn var Gaupi að tala um Völu Flosadóttur en sagði óvart Flasa Voladóttir“.

”Donadoni reyndi þarna slæma sendingu!

Það hefði verið flott ef það hefði heppnast

Þetta er glæsileg sending á Cole, en hann á ekki möguleika á að ná boltanum.

Þetta er vel gert hjá Ferguson og Shearer, Sunderland liðið að fá góða sókn.

Ef hann hefði hitt boltann þá hefði hann steinlegið í netinu…

Og á 76. mínútu tekur Alan Shearer við sér og skorar tvö mörk og tekur ekkert aukalega fyrir það

Nicky Butt hefur löngum verið talinn furðulegur í framan…eins og allt lið Manchester United

þetta var gargandi snilld góðir hálsar

“Shearer hefur gulltryggt newcastle sigurinn nú er aðeins spurning hvernig þessi leikur fer”

hann skallar hann með höfðinu

Gaupi að lýsa leik með Fiorentina og myndavélin fór á eiganda liðsinns.Og þá heyrðist í honum - ‘NEI, Billy Joel á vellinum!!!’

og meiri Gaupi “Ronald De Boer með boltann en hann er einmitt tvíburabróðir Frank De Boer, þeir eiga afmæli sama dag”.

Gaupi. “Varnarmenn Newcastle hafa varla séð það svartara en að hafa Emile Heskey í bakinu á sér allan tímann”

Logi Ólafsson:
“Þarna kemur rauðhærður niggari inná”.

Valtýr Björn:
“þeir eru með bandarískan ameríkana”
“það er hellingur af fullt af fólki”

“Þetta er svartur svertingi”
“Nú er það svart, það er ljóst”

Arnar Björnsson Fram og KR. : “Bæði liðin hafa nú leikið í tuttugu og eina mínútu”.

Bjarni Fel:

“ Og leiknum verður sjónvarpað beint í sjónvarpinu”.
“Skotið ríður af stað”
“Hann varð að fara af leikvelli í leikhléinu”
“ Og hér er að hefjast leikur FH-inga og Hauka og það eru Hafnfirðingar sem byrja með boltann”
“bæði liðin eru einum færri”

“Þá eru þeir kókaínbræður Maradona og Caniggia báðir farnir úr liði Argentínu”

Geir Magnússon EM 2000 í Handbolta:
Það eru ekki margir sem leggja leið sína á leiki Íslands en til að láta áhorfendur virka fleiri held ég að Króatískar fyllibyttur séu fengnar hingað inn til þess að vera með læti svo fleiri virðist vera hér !

Sammi:
“Hann missti boltann jafnóðum strax”
“Hann skoraði í orðsins fyllstu merkingu”
“Hann skrúfaði boltann bakvið hægra eyrað á markverðinum”
Félagsskiptum var lýst á eftirfarandi hátt:
“Fyrrverandi sonur þjálfarans er á leið í annað félag”.
“Þeir skora bara strax í byrjun, á fyrstu upphafsmínútum þessa leiks”

“Það eru allir leikmennirnir hér í kvöld á annan meter”

Bjarni Fel EM 96:

“Pavel Kuka er með boltann Kuka kemur.. kuka dettur niður… og
Kuka…skýtur…en Kuka skeit honum rétt yfir”




Hemmi Gunn á án efa skemmtilegustu lýsingu síðustu aldar þó svo að honum hafi verið “skipt útaf” í hálfleik einhverra hluta vegna. Hann var að lýsa leik Inter og Juve í Ítölsku deildinni og þegar komið var undir lok fyrri hálfleiks bað hann áhorfendur vinsamlegast að skipta um stöð því leikurinn væri svo leiðinlegur.

Úr sama leik:

“SKOT….í stöngina….hvað var stöngin að gera þarna”

“þarna sjáum við Marcelo Lippi…hann er ennþá í sama frakkanum og fyrir 3 árum síðan”

“Gianluga Paliuga veit sko alveg af hverju hann er markmaður hjá Inter”



Valtýr Björn lýsti seinni hálfleik!!