Jóna fór í slaufuferð til Akureyrar með nokkrum vinkvenna sinna.
Þær skildu kallana eftir heima.
Þegar hún kom heim var Elías, maðurinn hennar ásamt ungri huggulegri konu að klæða sig í svefnherberginu. Eins og við er að búast trompaðist Jóna, rak konuna út og byrjaði að pakka dótinu sínu niður í ferðatöskur þegar Elías sagði: “Ég á það nú inni hjá þér að fá að gefa þér skýringu.”
“Ég var á leiðinni frá Keflavík í morgun þegar ég tók þessa konu upp í við Grindavíkurveginn. Mér fannst hún frekar óhrjáleg og á leiðinni kom í ljós að hún var svöng svo ég kom með hana heim og gaf henni afganginn af kjötbollunum frá því á fimmtudaginn. Hún var í svo lélegum skóm að ég gaf henni strigaskó sem þú varst búin að henda fram í bílskúr. Næst fann ég handa henni gamlar buxur af þér og úlpu sem átti að fara í Rauða Krossinn.
Þegar konan var að fara áðan spurði hún hvort ég væri ekki með
eitthvað fleira sem þú værir hætt að nota.” !!!