Einu sinni var flugvél hjá ódýru flugfélagi á leið til Spánar. Áður en hún fór af stað gengu tveir menn, farþeganna til mikillar skelfingar eftir ganginum. Þeir voru klæddir í flugstjóraföt en voru með blindrastafi og hunda hjá sér. Farþegarnir álitu þetta sem smá grín þannig að þeir kipptu sér ekki of mikið upp við þetta.
Flugvélin fór nú af stað eftir flugbrautinni en virtist aldrei ætla að taka á loft. Við enda flugbrautarinnar var 4 metra klettur og hraun niðri. Nú voru þeir farnir að nálgast klettinn án þess að flugvélin hæfi sig á loft. Þegar vélin var komin svona 2 metra frá klettinum öskruðu allir farþegarnir af skelfingu en um leið hóf vélin sig á loft.
Annar flugstjórinn sagði við hinn í klefanum: “Veistu Stefán, dag einn mun fólkið öskra of seint og þá verður úti um okkur öll!”