Ég veit ekki hvar þessi grein á heima en vonandi fer hún á réttan stað. Við skulum hugsa okkur að ég sé staddur í partý eða þar sem fólk er samankomið og ég segi brandara og allir hlægja nema einn, þá hugsa ég, það geta verið margar ástæður að hann hló ekki. Ein er sú að hann hafi ekki verið að hlusta nema þegar brandarinn er hálfnaður og vill vita um hvað brandarinn er, þá geri ég undantekningu og segi hann aftur svo hann geti verið með. En ein skýringinn líka að hann hafi annan húmor og ég get vel unnt honum að hafa annan húmor heldur en ég. Svo segir hann einn brandara og nokkrir hlægja, en mér finnst hann ekki hlægilegur. Þá hugsa ég: Hann sagði brandara og nokkrir hlægja, þá er tilgangnum ná. En ég segi ekki: Hann er ekkert fyndinn þessi, því sá sem segir það hefur engan húmor. Ég hef sagt nokkra brandara á brandara huga og nokkrir hafa haft gaman af þeim og svarað mér að þeim hafi þeir þótt góðir og mér hefur þótt vænt um þau svör, og öðrum hafi þótt þeir ekki góði, en eins og ég segi þá hefur fólk misjafnan húmor og ég get vel unnt þeim það. En ef einhver hefur gaman af þeim bröndurum sem ég sendi þó það væri ekki nema einn þá er tilgangnum ná er það ekki? Eða hvað finnst ykkur? Ég hef lent á mönnum, að þegar ég hef sagt brandara og allir hafa hlegið þá hafa þeir sagt: Nei hann var ekki svona og svo hafa þeir sagt hann eins og þeir heyrðu hann og ekkert skilið afhverju enginn hló. Nei það var af því að það var búið að hlægja að brandaranum. Fólk þarf að vera tillitsamt við aðra í einu sem öllu hvort sem það er að skemmta sér eða að vinna saman. Ég hef unnið með fólki sem hefur ekki gaman að bröndurum og skil ég það vel og er ekkert að segja þeim brandara, en er tillitsamur við það samt sem áður og það getur verið gott á milli okkar samt sem áður þó engir brandarar séu sagðir. Eins og ég hef sagt áður þá kemur ekki sá dagur að ég segi ekki brandara og ég er búinn að vera svona síðan ég var barn og er ótrúlega minnugur á brandara, og man meira að segja fyrsta brandarann sem ég hló af, en er ekkert hlægilegur núna ha ha ha. En ég vil segja við fólk sem les brandara á huga og finnst þeir hlægilegir að endilega að senda línu og segja að þeir séu fyndnir. En við hina sem finnst þeir ekkert hlægilegir að senda ekkert, því einhverntíman kemur brandari sem þeim finnst skemmtilegir, þá er tilgangnum náð ekki satt? Eða hvað finnst ykkur? Ef það kæmu alltaf jákvæð svör um brandarana og þau neikvæðu kæmu ekki þá kæmu fram á sjónasviðið menn sem hafa virkilega góðan húmor, sem annars myndu ekki þora að koma fram á sjónasviðið vegna neikvæðu umsöknina. Ég segi: VERIÐ TILLITSÖM VIÐ HVERT ANNAÐ ÞÁ ERU ALLIR ÁNÆGÐIR, EÐA VILJA ÞAÐ EKKI ALLIR? AÐ VERA ÁNÆGÐIR? ÉG SVARA ÞVÍ FYRIR YKKUR. JÚ.
Gefðu svöngum manni fisk að borða og það dugir honum í einn dag.