Ég ætla að fá einn Viskí vinur og einn á línuna
sagði gesturinn um leið og hann kom ínn á barinn.
Og svo vildi ég gjarnan bjóða þér í glas líka,
barþjónn.
Þegar þessar veitingar voru búnar pantaði gest-
urinn aftur.
Eitt glas handa mér,eitt handa þér og svo eitt á
línuna. Þetta endurtók sig trekk oní trekk,þangað
til barþjónninn sagði vandræðalegur: Fyrirgefðu
þú mátt ekki halda að ég vandtreysti þér.En
reikningurinn er kominn í 30 þúsund. Þú ert alveg
örugglega með fyrir þessu?
Nei blessaður vertu, ég á ekki krónu. Barþjónn-
inn missti stjórn á sér og vatt sér yfir borðið
og bjó til spítalamat úr gestinum.
Þremum vikum síðar birtist hann á ný.
Ég ætla fá einn viskí vinur og svo einn á línuna.
Nú, það já og væntanlega einn handa mér líka
geri ég ráð fyrir sagði barþjónninn.
Nei ég held ég sleppi því þú ert alveg kolvit-
laus með víni.
Gefðu svöngum manni fisk að borða og það dugir honum í einn dag.