Konan hans Jóhanns læknis er ófrísk. Hún krafðist þess að hann hagaði sér eins og verðandi faðir í þessum máli og lét hann fara með sig til sérfræðings. Jóhann fékk tíma hjá vini sínum í brandaraklúbbi lækna sem jafnframt er fæðingalæknir. Meðan á skoðuninni stóð stimplaði læknirinn eitthvað á maga konunnar. Jóhann vildi vita hverju þetta sætti og læknirinn svaraði: „Hafðu engar áhyggjur af þessu, þetta er vatnshelt og þvottekta og skýrir sig sjálft.“

Jóhann er forvitinn og þegar heim var komið náði hann í stækkunargler og skoðaði vandlega það sem vinur hans, fæðingarlæknirinn hafði stimplað á maga konunnar. Þar stóð: „Þegar þú lest þetta, pantaðu tíma í ómskoðun“