4 mjög fyndinr, soldið langir samt :\



Dyrabjallan hringir hjá einni heimavinnandi og fyrir utan stendur ókunnugur maður. “Afsakaðu ef þér finnst ég vera grófur en ég er tilbúinn að borga þér 10.000 kr bara fyrir að fá að sjá á þér brjóstin”. Konan ætlar að fara að skella hurðinni á nefið á honum en hugsar svo að þetta sé svo sem sárasaklaust fyrir þennan pening. Hún lyftir peysunni og hann borgar henni það sem upp var sett. Hann býr sig undir að fara en snýr sér aftur að konunni “Hvernig lýst þér á 50.000 kall fyrir að taka öll fötin af ?” Hún hugsar um allt sem hún geti gert fyrir þann pening og segir OK, rífur af sér fötin sýnir kalli og klæðir sig aftur. Hann borgar og gengur burt, snýr sér snögglega við og segir “Úr því að við erum byrjuð hvernig lýst þér á 150.000 fyrir að koma í rúmið með mér??” Konan hugsar þetta dágóða stund og ákveður svo að slá til. Þau klára sig af og hann borgar og fer.
Um kvöldið kemur maðurinn hennar heim úr vinnunni og spyr kellu “Hvernig var svo dagurinn hjá þér”. “Hann var bara mjög góður” segir hún
hálfglottandi. Hann sest inní stofu en kallar svo fram eftir smástund “Heyrðu elskan, kom einhver frá skrifstofunni í dag með orlofspeningana mína??”

Svona getur maður gert

starfið sitt skemmtilegt ef hugmyndaflugið er fyrir hendi.



Lára fór inn í gæludýrabúð og rak strax augun í glæsilegan páfagauk sem kostaði 5.000 krónur. ,,Af hverju er hann svona ódýr?“ spurði Lára. Gæludýrabúðareigandinn leit á hana og sagði:,, sko. Málið er að þessi páfagaukur hefur verið í mörg ár í vændishúsi og getur verið ansi orðljótur. Hreint hroðalega. Þess vegna er hann á útsöluprís.” Lára ákvað samt sem áður að kaupa gauksa, fór með hann heim og hengdi búrið upp í borðstofunni. Fuglinn leit í kringum sig, síðan á Láru og sagði:,,Nýtt hús, nú húsfrú .“ Konunni varð brugðið en fannst þetta síður en svo ljótt orðbragð. Nokkru síðar komu dætur Láru heim úr háskólanum og fuglinn sagði um leið: ,,Nýtt hús, nú húsfrú og nýjar hórur.” Stelpurnar voru dálítið móðgaðar en byrjuðu svo að hlæja að þessum fyndna fugli. Augnabliki síðar kemur eiginmaður Láru heim úr vinnunni. Páfagaukurinn leit á hann og sagði:, Hæ Helgi!.“



Rúnar fór inn í apótek með 9 ára gömlum syni sínum. Þegar þeir áttu leið framhjá hillu sem var full af smokkapökkum spurði stráksi: ”Hvað er þetta pabbi?“ ”Þetta kallast smokkar sonur sæll. Karlmenn nota þetta til að stundu öruggt kynlíf.“ Ég skil”, sagði snáðinn.“ Ég hef heyrt talað um þá í heilsufræði held ég, á blaðsíðu 69, held ég.” Hann kíkir betur á hilluna og kippir sem inniheldur 3 smokka. “Af hverju eru þrír í pakka, pabbi?” “Þessi eru fyrir menntaskóla stráka”, sagði pabbinn eins og hann væri að rifja upp gamlar og góðar minningar . “Einn fyrir föstudag, einn fyrir laugardag og einn fyrir sunnudag.” “Kúl” sagði sá stutti. Þá rak hann augun í smokkapakka með sex smokkum og spurði fyrir hverja svona pakki væri. “Þetta er fyrir háskólastrákana, 2 á föstudegi, 2 á laugardegi og 2 á sunnudegi.” “VÁ” sagði guttinn og það glaðnaði heldur yfir honum . “EN HVERJIR NOTA ÞESSA?”, sagði hann og benti á pakka með 12 smokkum í. Pabbinn andvarpaði og sagði: “Þessir eru fyrir gifta menn. Einn fyrir janúar, einn fyrir febrúar, einn fyrir mars…”



Hjón í sumarfríi fóru í bústað hjá Þingvallavatni. Eiginmanninum fannst best að veiða við sólarupprás. Konunni fannst gaman að lesa. Einn morgun snýr eiginmaðurinn aftur eftir nokkurra klukkustunda veiðar og ákveður að leggja sig. Þó konan þekki ekki vel til á Þingvöllum ákveður hún að fara á bátnum og sigla út á vatnið. Hún siglir stutta vegalengd út á vatnið, setur út akkerið og kemur sér vel fyrir og fer að lesa bók. Stuttu seinna kemur veiðivörður siglandi að henni á bát sínum. “Góðan daginn frú, hvað ert þú að gera?” spyr hann. “Ég er að lesa bók” svarar hún (og hugsar með sér hvort það sé ekki augljóst!). “Þú ert á lokuðu veiðisvæði” segir vörðurinn. “Fyrirgefðu en ég er ekki að veiða, ég er að lesa” segir hún. “Já” svarar hann, “En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema að þú farir að veiða eftir skamma stund. Ég verð að fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um þetta”. “Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!” svarar hún þá. “En ég hef ekki snert þig ” segir vörðurinn forviða. “Það er rétt en þú hefur allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir skamma stund”. “Hafðu það gott í dag frú” sagði vörðurinn og sigldi á brott.

Boðskapur sögunnar: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að hún geti líka hugsað !!




HaHaHa! ;D