Kona og karl, sem aldrei höfðu hist, ferðast saman í lest og lenda í
þeirri óvenjulegu aðstöðu að deila svefnklefa um borð.
Eftir örlitla blygðun og roða í kinnum fara þau bæði að sofa, maðurinn í
efri koju og konan í neðri.

Um miðja nóttina vaknar karlinn, vekur konuna og segir, “fyrirgefðu
truflunina, en mér er óskaplega kalt og var að velta fyrir mér hvort þú
gætir mögulega rétt mér annað teppi? ”

Konan hallar sér vinalega í átt til karlsins og segir, “ÉG hef betri
hugmynd, hvernig væri að við létumst vera gift, aðeins í nótt?”

Með bros á vör segir maðurinn á móti, “frábær hugmynd”, “Gott”, segir
konan; “Náðu þá í þitt eigið teppi, karlpungur!”
ReGGenRuM