Jónas og Guðmundur voru að sötra á hverfiskránni. Allt í einu tók Jónas bakföll á barstólnum og datt í gólfið. Þar lá hann og hreyfði sig ekki. Guðmundur horfði á hann í góðann tíma, en sagði svo við barþjóninn: "Það má segja margt ljótt um hann Jónas, vin minn, elsku kallinn, …en hann veit hvenær hann á að hætta.

og hinn

Þegar Jónas var ungur fékk hann tímabundið starf í kjörbúð. Fyrsta daginn tók verslunarstjórinn á móti honum, heilsaði honum ynnilega, rétti honum kúst og sagði: “Þitt starf, svona fyrsta kastið, verður að sópa gólfið.”
“En ég er nýútskrifaður úr menntaskóla með stúdentspróf,” sagði Jónas móðgaður.
“Nú? Fyrirgefðu,” sagði verslunarstjórinn. “Láttu mig fá kústinn. Ég skal sýna þér hvernig á að nota hann.”