Tveir menn komust lífs af í björgunarbáti eftir að skip sem þeir voru á hafði sokkið. Þegar þeir voru að gramsa í dótinu sem var í leifunum af skipinu fann annar þeirra gamlan lampa. Vonandi það að andi myndi birtast strauk maðurinn lampann og honum til mikillar undrunar kom andi upp úr lampanum. En andinn sagðist bara getað gefið honum eina ósk, ekki þessar þrjár hefðbundnu óskir. Án þess að hugsa sig um sagði maðurinn: „Breyttu sjónum í bjór.“ Andinn veifaði höndunum yfir sjónum og áður en varði breyttist sjórinn í besta bjór sem mennirnir höfðu smakkað og að því búnu hvarf andinn. Það hefði mátt heyra saumnál detta þegar mennirnir uppgötvuðu aðstæðurnar sem þeir voru í. Hinn maðurinn, sá sem hafði ekki fengið óskina leit hatursaugum á félaga sinn. Eftir augnablik sagði hann síðan: „Frábært! Sjáðu hvað þú hefur gert!!!! Núna þurfum við að pissa í bátinn.



Ráðstefna var haldin í Amsterdam þar sem forstjórar stærstu bjórbrugghúsa í heiminum komu saman. Fyrsta kvöldið var ákveðið að fara út að borða. Þjónninn spurði þá hvað þeir vildu drekka með matnum. Forstjóri Millers brugghússins sagði: „Láttu mig fá Miller light.“ Forstjóri Budweiser bað um Bud og þannig gekk þetta, allir báðu um bjór frá sínu eigin fyrirtæki. Að lokum kom röðin að Arthur Guinness. „Og hvað má bjóða þér að drekka?“ spurði þjónninn. „Ég ætla að fá kók.” svaraði Guinness. „Kók???!!!“ Þjóninum var mjög brugðið. „Villtu ekki heldur fá Guinness?” „Nei,“ sagði Arthur og glotti til félaga sinna. „Fyrst að enginn þeirra fær sér bjór, þá fæ ég mér heldur engan bjór.”



Einu sinni voru Hafnfirðingur, Norðmaður og Rvk-ingur í bakpokaferðalagi á ´fornum indíána slóðum. Allt í einu eru þeir handsamaðir af hópi indíána sem gefa þeim þrjá kosti að vera skotnir í hausinn og svo búinn til kanó úr húðinni á þeim, drekkt í ánni og síðan búið til kanó úr sskinninu eða bara láta búa til kanó úr sér lifandi!

Norðmaðurinn bað um að vera drekkt í ánni og hann dó eftir 5 mínútna ströggl!

Rvk-ingur bað um að láta skjóta sig í hausinn og hann dó samstundis!

Síðan biður Hafnfirðingur um gaffal áður en hann deyr. Hann fær hann!
Síðan byrjar hafnfirðingurinn að pota á sig göt með gafflinum svo það fossblæðir um allan líkamann og allt í einu öskrar hann! “ AHA ÞAÐ VERÐUR LÍTIÐ ÚR HELVÍTIS KANÓINUM NÚNA!!!!”



hafnfirðingar ætluðu einn dag að gera inn rás í reykjavík, hafnfirðingarin voru um 50. sama dag og þeir ætluðu að gera innrás þá sáu þeir einn reykvíkíng upp á hól, Og reykvíkingurin öskraði : haha aumingjar þið getið ekki neitt. þá senti hershöfðingin 10 hafnriðinga á eftir honum og reykvíkingurin hljóp niður hinum megin við hólin. svo heyrðist mikill hamagangur hinum megin við hólin. svo eftir smá tíma kom sami reykvíkingurin upp hólin og öskraði : pff…amma mín getur gert betur en þetta. þá senti hershöfðingin 10 í viðbót og reykvíkíngurinn hljóp aftur niður hólinn þá heyrðist meiri hamagangur. þá kom reykvíkingurinn aftur upp og múnaði. þá senti hershöfðingin allan herinn. þá gerðist það sama bara svo 30 mín seinna þá kom einn hafnfirðingur skríðandi upp hólinn og öskraði : þetta var gildra, þeir voru 2!!



Nú Hitler stendur uppá virki einu og biður aðstoðarmann sinn að færa sér gyðing einn í einu. Þeim fyrsta segjir hann að beygja sig í baki og setja hendur fram, síðan sparkar Hitler honum fram af virkinu. Eftir það biður hann aðstoðarmann sinn um að koma með annan gyðing og biður Hitler hann um að liggja þráðbeinn og síðan sparkar Hitler honum þannig fram af virkinu. Eftir að hafa komið með þó nokkra gyðinga til Hitlers og séð þá fljúga fram af í allskonar stellingum þá gerist aðstoðarmaðurinn forvitinn og spyr hvað hann sé að gera. Þá segjir Hitler: Hvað í andskotanum er að þér. Sérðu það ekki, ég er að spila Tetris!




Eftir 25 ára starf í tölvubransanum var Einar gjörsamlega búinn að fá Nóg af öllu stressinu sem fylgdi þessum bransa. Hann hætti í vinnunni og keypti sér 30 hektara lands langt uppi í sveit eins langt frá mannabyggðum og hægt var.

Bréfberinn kom við einu sinni í viku og kaupfélagið sendi honum vörur einu sinni í mánuði. Annars var hann umlukinn kyrrð og ró.

Eitt kvöldið, eftir um það bil sex mánaða einangrun, bankar einhver á dyrnar. Einar fer til dyra og úti stendur svakalegur durgur.
“Heiti Sigurmundur… Nágranni þinn hinumegin við fjallið… Partý hjá mér á laugardagskvöldið… hélt þig langaði til að kíkja.” “Frábært!”, sagði Einar. Eftir sex mánaða einangrun er ég tilbúinn til að hitta sveitungana. Ég þigg boðið með þökkum.“

Sigurmundur gerir sig líklegan til að fara en snýr sér að Einari og segir: ”Best að vara við því að það verður mikið drukkið.“ ”Ekkert mál. Eftir 25 ár í tölvubransanum þá get ég drukkið nánast alla undir borðið.“
Aftur gerir Sigurmundur sig líklegan til að fara en snýr sér við í dyrunum og segir: ”Líklegast mikið slegist.“ Hrikalegt, hugsar Einar með sér…harðgert lið. ”Jæja, mér kemur ágætlega saman við flesta. Ég kem. Takk fyrir að bjóða mér.“

Aftur gengur Sigurmundur í burtu en snýr sér við í dyrunum og segir: ”Ég hef líka séð frekar brjálað kynlíf í þessum partýum.“ ”Heyrðu, það er ekki vandamálið“ segir Einar, ”þú veist það kannski ekki að ég hef verið algjörlega einn í sex mánuði!
Ég kem sko alveg örugglega… en segðu mér, í hverju ætti ég að mæta; jakkafötum eða lopapeysu?“
Sigurmundur stoppar enn einu sinni í dyragættinni og segir: ”í hverju sem þú vilt, við verðum bara tveir."



kær kveðja bonzi!