Einu sinni þegar Rauðhetta fór í gegnum skóginn sem oftar til ömmu sinnar, varð hún vör við dökka þúst sem titraði og stundi bak við tré sem var rétt við göngustíginn. Halló! hver er þarna kallaði Rauðhetta í átt að trénu. Hún sér þá að úlfur lítur skömmustulega upp. Ert þetta þú ljóti úlfur segir Rauðhetta í hneykslunartón og bætir við “ Svakalega ert þú með stór eyru” Úlfurinn tekur þá undir sig stökk og hverfur inn í skóginn. Þegar Rauðhetta hefur gengið dágóða stund, sér hún að úlfurinn er að kíkja á bak við tré svo augun voru eins og undirskálar. “ Svakalega ert þú með stór augu ljóti úlfur” sagði Rauðhetta við hann. Úlfinum brá svo við að heyra þetta, að hann tók undir sig stökk og var horfinn inn í skóginn með það sama. Þegar Rauðhetta er kominn að hliðinu heima hjá ömmu sinni, sér hún dökka þúst iðandi með tilheyrandi stunum bak við hliðarstaurinn. Ert þetta þú aftur ljóti úlfur sagði Rauðhetta. Við þetta brá úlfinum svo mikið við, að hann leit á Rauðhettu eins og aumingi með galopin kjaftinn og kom ekki upp orði. “ Svakalega ert þú með stórar tennur ljóti úlfur” sagði Rauðhetta mikið hissa. Þá hvæsti úlfurinn framan í hana og sagði “ Hvað er að þér, er ekki hægt að fá frið til að skíta.?”