Dama í afar þröngu pilsi beið ásamt fleiru fólki eftir strætó á stoppistöð. Strætisvagn kom og bílstjórinn opnaði dyrnar. Daman reyndi að stíga upp tröppurnar en pilsið var of þröngt. Hún teygði sig því í rennilásinn aftan á pilsinu til þess að losa aðeins um hann. Hún reyndi aftur að stíga upp tröppurnar, en pilsið var enn of þröngt. Í annað sinn teygði hún sig í rennilásinn aftan á og renndi honum aðeins lengra niður. Og aftur reyndi hún að fara upp í strætisvagninn en enn var pilsið of þröngt. Hún teygði sig því í þriðja sinn í rennilásinn og renndi honum lengra niður. En þrátt fyrir það gat hún ekki komist upp í vagninn. Þá missti maðurinn sem var næstur á eftir henni í röðinni, þolinmæðina, greip um rassinn á henni og ýtti henni snarlega upp í vagninn. Hún sneri sér við, sló hann utan undir um leið og hún sagði: “Hvað þykist þú vera að gera?” “Ja, fröken,” svarar maðurinn, “eftir að þú varst búin að opna rennilásinn á buxunum mínum í þriðja skiptið, þá fannst mér nú að við værum farin að þekkjast.”