Fuglinn við vin sinn: „Sjáðu, þarna er eldflaug. Ég vildi að ég gæti flogið svona hratt.“
Vinurinn: „Þú gætir það örugglega líka ef það væri kveikt í rassinum á þér.“


Fyrsti farþegi: „Sæll og blessaður. Það er gott að við skulum vera sessunautar. Ég þoli ekki þetta Atlantshafsflug. Ég get aldrei sofnað í flugvélum. Ég er búinn að sjá bíómyndina og seinast þegar ég flaug á milli sat enginn hjá mér og ég gat ekki talað við neinn.“
Annar farþegi: „Sprechen Sie Deutsch?“


„Jú, það er hraustmenni í minni fjölskyldu. Bróðir minn, til dæmis, hann fekk einu sinni beint framan að Mike Tyson og lamdi hann beint í nefið án þess að blikna eða blána.“
„Sá er hugrakkur. Mig langar til að taka í höndina á honum.“
„Ertu vitlaus? Heldurðu að við förum að grafa hann upp bara til að taka í höndina á þér?“


Ég fékk ágætt herbergi með baði. Því miður var það ekki í sama húsi.


„Viltu herbergi með sturtu?“
„Ég vil frekar herbergi með rúmi. Ekki get ég sofið í sturtu.“