Sælir Hugarar!

Ég ætla að deila með ykkur nokkrum bröndörum, þið hafið kannski heyrt þá áður, en sumir ekki!

1: Maður nokkur var í leigubíl og pikkar í öxlina á bílstjóranum til þess að spyrja hann spurningar.

Leigubílstjórinn öskrar upp yfir sig, missir stjórn á bílnum, næstum því búinn að keyra í veg fyrir strætó, fer upp á gangstétt og stoppar örfáum sentímetrum frá búðarglugga.

Í nokkrar sekúndur er allt hljótt í bílnum. Síðan segir bílstjórinn:

“Heyrðu félagi, þetta skaltu aldrei gera aftur. Þú hræddir næstum úr mér líftóruna!”

Farþeganum er illa brugðið en segir að lokum:

“Fyrirgefðu ég vissi ekki að smá pikk í öxlina myndi valda þessum viðbrögðum..”

“Æj, fyrirgefðu” segir bílstjórinn, “þetta er nú reyndar ekki þín sök.
Í dag er fyrsti dagurinn minn sem leigubílstjóri, ég er búinn að vera að keyra líkbíl í 25 ár…”


2: Dag einn fór maður nokkur út í garðinn sinn og sá að það var górilla uppi
í einu af trjánum hans.

Hann stökk strax inn aftur og hringdi í
dýragarðinn.

Dýragarðsmenn lofuðu að senda strax górillusérfræðing á
staðinn.

Stuttu seinna kom maður á staðinn á gömlum pallbíl. Hann kom út með stórt
prik, handjárn og haglabyssu. Á eftir honum kom mjög illilegur hundur.

“Hvað á þetta nú að þýða?” spurði húseigandinn.

“Ert þú ekki sá sem er með górillu uppi í tré?” var svarið.

“Jú, en til hvers er allt þetta dót?”

“Sko… Ég klifra upp í tréð með þetta prik. Ég pota því í apann þangað
til hann dettur niður úr trénu. Þegar hann gerir það stekkur hundurinn til
og bítur hann í eistun. Þegar apinn krossleggur handleggina til að verja
sig, þá setur þú handjárninn á hann og þar með höfum við náð í górillu.”

“Allt í lagi, en til hvers er haglabyssan?”

“Já, sko… hún er til staðar ef ég dett úr trénu fyrst. SKJÓTTU ÞÁ HELVÍTIS HUNDINN ! !”

3: Sverrir fékk páfagauk í afmælisgjöf og komst fljótt að því að sá var með afbrigðum skapvondur og orðljótur.

Sverrir gerði allt sem honum datt í hug til að venja fuglinn af þessum ósið, hann notaði sjálfur eintóm kurteisisorð, spilaði hugljúfar ballöður fyrir hann og reyndi með því að sýna honum gott fordæmi.
Ekkert gekk upp!

Hann prófaði að skamma fuglinn sem svaraði honum fullum hálsi.

Hann hristi búrið en gaukurinn varð bara enn skapverri og dónalegri við það.
Sverrir vissi nú ekki sitt rjúkandi ráð og í örvæntingu sinni tók hann fuglinn og setti hann í frystikistuna.
Um stundarsakir heyrðust ógurleg læti úr kistunni, fuglinn sparkaði og öskraði og bölvaði – en skyndilega datt allt í dúnalogn og ekki eitt einasta hljóð heyrðist í langan tíma.

Sverrir fór nú að óttast að hann hefði meitt fuglinn og flýtti sér að opna kistuna.

Páfagaukurinn var hins vegar hinn rólegasti, steig upp á útrétta hönd Sverris og sagði: “Að undanförnu hefur hegðun mín og orðbragð ekki verið til eftirbreytni og sennilegast orðið til að móðga þig.
Ég mun þegar í stað taka mig rækilega á og breyta þessari hegðun minni. Mér þykir verulega leitt hvernig ég hef látið og mig langar til að biðja þig innilega fyrirgefningar.”

Sverrir varð orðlaus af undrun og var um það bil að fara að stama upp spurningu um hvað hefði valdið breytingunni þegar páfagaukurinn hélt áfram: “Bara svona fyrir forvitnis sakir, hvað gerði kjúklingurinn eiginlega?”