Þorsteinn Einhversson sagði þetta í Íslandi í bítið fyrir skömmu:

Þar sem Liverpool menn hafa haft tögl og höld yfir Manchester United í vetur er ekki nema von að Alex Ferguson sé áhyggjufullur. Þannig bar til einn dag að hann fer hringir í þjálfara Liverpool, sem býður honum á æfingu. Þar sér Alex að þetta eru nákvæmlega sömu æfingarnar og hans menn gera.
“Sjáðu til, ég þjálfa mína menn líka hugafarslega,” segir þjálfari Liverpool.
“Nú, hvernig þá?” spyr Ferguson.
Þá kallar þjálfari Liverpool í Sami Hipya. Er hann kemur spyr hann hann: “Hver er sonur föður þíns, en þó ekki bróðir þinn?”
“Já, það er auðvitað ég!” segir Hipya og það var alveg rétt.
Á næstu æfingu Manchester kallar Alex í David Beckham og spyr hann hver sé sonur föður hans, en þó ekki bróðir hans.
“Hmm.. þetta er góð spurning, ég skal tala við þig á morgun, þá verð ég með svarið,” segir Beckham.
Beckham fer nú heim og talar við Victoriu, konu sína. Þar sem hún veit ekki svarið ákveður Beckham að hringja í vin sinn, Jaap Stam.
“Hver er sonur föður þíns, en þó ekki bróðir þinn,” spyr Beckham Stam.
“Það er auðvitað ég.” segir Jaap Stam.
Daginn eftir fer Beckham til Ferguson´s og segir við hann: “Ég er með svarið við spurningunni þinni, það er Jaap Stam!”
Þá segir Ferguson: “Nei, bjáninn þinn, þetta er auðvitað Sami Hipya!”