Ungur maður ætlaði að gleðja kærustuna sína á afmælisdaginn hennar,
þau höfðu ekki verið lengi saman og eftir dágóða umhugsun þá ákvað
hann að kaupa handa henni loðfóðraðar lúffur-það væri rómantísk gjöf
en ekki of persónuleg. Hann fór í bæinn með yngri systur kærustunnar
og hún hjálpaði honum að velja lúffurnar, sjálf keypti systirin sér nærbuxur.

Afgreiðslukonan ruglaði saman pökkunum þegar hún pakkaði hlutunum inn og ungi maðurinn sendi óvart nærbuxurnar til kærustunnar án þess að vita af því.
Hann skrifaði hjartnæmt bréf til hennar sem hann lét fylgja pakkanum
og að sjálfsögðu ætlaðist hann til þess að hún læsi bréfið áður en að
hún tæki utan af gjöfinni.

Bréfið var svohljóðandi:
“Ég valdi þessa gjöf vegna þess að þú ert vanalega ekki í svona þegar
við förum saman út á kvöldin. Ég hefði valið aðeins lengri ef systir þín hefði ekki verið með mér, en hún er alltaf í svo litlum sem erfiðara er að fara úr… Liturinn er dáldið viðkvæmur, en afgreiðslukonan sýndi mér sitt eintak sem hún hafði verið í 3 vikur samfleytt án þess að sæist á þeim, ég bað hana að máta eintakið þitt og hún var virkilega sæt. Ég vildi óska að ég fengi að klæða þig í gjöfina í fyrsta skipti vegna þess að ég er viss um að aðrar hendur munu snerta hana áður en að ég fæ tækifæri til að hitta þig aftur… Þegar þú ferð úr mundu þá að blása í þær áður en þú leggur þær frá þér vegna þess að þær verða yfirleitt dáldið rakar… Ímyndaðu þér bara hve oft ég á eftir að kyssa gjöfina á næstu mánuðum, ég vona að þú verðir í þeim á laugardagskvöldið… Ástarkveðja.

p.s. Nýjasta tískan er að bretta aðeins upp á þær og láta þetta loðna sjást! ”